Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers.

Veðurstofan deilir á Facebook-vef sínum til samanburðar mynd tekinni úr gervitunglinu Sentinel 2 síðastliðinn mánudag.

Með því að flakka á milli þessara tveggja mynda sést greinilega hversu mikið Breiðamerkurjökull hefur hopað á 74 ára tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert