Færri bóka sólarlandaferðir á síðustu stundu

Færri taka skyndiákvörðun um að skella sér til útlanda þetta …
Færri taka skyndiákvörðun um að skella sér til útlanda þetta sumarið. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sólskinsveðrið í júní hefur áhrif á sölu sumarferða og hafa færri bókað ferðir til sólarlanda á síðustu stundu í ár en í fyrra, að sögn Ingibjargar Elsu Eysteinsdóttur, forstöðumanns Úrvals-Útsýnar. Hún segir þó að salan á sólarlandaferðum hafi verið mjög góð í sumar og ívið betri en í fyrra.

„Samkvæmt okkar sölutölum erum við að selja meira í ár en í fyrra. Hins vegar get ég alveg viðurkennt það að veðrið sem var hérna í júní hafði alveg áhrif á söluna,“ segir hún, og á þá við ferðir sem bókaðar eru á síðustu stundu. Salan hafi ekki minnkað en sölumynstrið breyst, fólk hafi farið að bóka seinna í sumar og fram á veturinn.

„Þar fundum við breytinguna. Fólkið var ekki að hoppa út í næstu viku eða eftir tvær vikur,“ segir hún í umfjöllun um sólarlandaferðir landans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »