Hlutfall reiðufjár sjaldan hærra

Reiðufé í umferð á Íslandi samsvaraði rúmum 2,3 prósentum af …
Reiðufé í umferð á Íslandi samsvaraði rúmum 2,3 prósentum af vergri landsframleiðslu í fyrra mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hlutfall reiðufjár í umferð á Íslandi var í fyrra um 2,3 prósent af landsframleiðslu. Það er næstum sama hlutfall og árið 2017 og það annað hæsta á Íslandi frá árinu 1973.

Þetta má lesa úr gögnum sem fylgja með nýjum Fjármálainnviðum Seðlabankans. Hlutfall reiðufjár af landsframleiðslu var tæplega 1,3 prósent 2008 en hækkaði og hefur verið yfir 2 prósent frá árinu 2010. Það fór í 2,24 prósent árið 2011 og varð hæst rúm 2,3 prósent árið 2017.

Athygli vekur að hlutfallið var 0,9 prósent árið 2007 en hækkaði síðan í 1,58 prósent árið 2009.

Má í þessu efni rifja upp að erlendu vinnuafli fjölgaði mikið þensluárin 2005-2008 en mögulega fylgdi því aukin notkun reiðufjár. Þá var á sínum tíma umræða um að sparifjáreigendur hefðu tekið út reiðufé í miklum mæli eftir efnahagshrunið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert