Höfðar mál gegn Jóni Ársæli og RÚV

Jón Ársæll Þórðarson.
Jón Ársæll Þórðarson. Ljósmynd/RÚV

Kona sem var viðfangsefni eins þáttar Paradísarheimtar í umsjón Jóns Ársæls Þórðarsonar hefur höfðað mál gegn honum og Ríkisútvarpinu, þar sem þátturinn var sýndur fyrr á árinu.

RÚV greinir frá þessu.

Bótaskylda Jóns Ársæls og Ríkissjónvarpsins gegn konunni hefur verið viðurkennd. Málið er nú í sáttaferli, að því er Ólafur Valur Guðjónssonar, lögmaður konunnar, segir í samtali við RÚV.

Fyrirtaka málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í umræddum þætti ræddi Jón Ársæll  við konuna er hún dvaldi í fangelsinu að Sogni. Þar sagði hún frá erfiðum uppvaxtarárum og baráttu sinni við fíkn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert