Íslensk stjórnvöld á réttri leið

GRECO kallaði eftir aðgerðum til að vinna gegn spillingu í …
GRECO kallaði eftir aðgerðum til að vinna gegn spillingu í íslensku stjórnkerfi á síðasta ári og var stjórn­völdum gefið svig­rúm fram í sept­em­ber 2019 til þess að greina frá því til hvaða aðgerða hafi verið gripið til þess að koma til móts við at­huga­semd­irn­ar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslensk stjórnvöld eru á réttri leið með að styrkja stjórn­kerfi Íslands til þess að draga úr hætt­unni á spill­ingu og óviðeig­andi fram­göngu í starf­semi stjórn­valda og lög­gæslu­stofn­ana. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá GRECO, hópi ríkja gegn spill­ingu á vett­vangi Evr­ópuráðsins.

Fram kemur í skýrslunni að íslensk stjórnvöld hafi gert talsverða úrbætur í að framkvæma tillögur GRECO. Sex af tíu tillögunum hafa verið framkvæmdar að fullu og fjórar að hluta. 

GRECO kallaði eftir aðgerðum til að vinna gegn spillingu í íslensku stjórnkerfi á síðasta ári og var stjórn­völdum gefið svig­rúm fram í sept­em­ber 2019 til þess að greina frá því til hvaða aðgerða hafi verið gripið til þess að koma til móts við at­huga­semd­irn­ar.

Íslensk stjórnvöld skiluðu stöðuskýrslu til GRECO í desember síðastliðnum. GRECO lagði til tíu tillögur af úrbótum og miðað við stöðuskýrsluna í desember hafði fimm þeirra verið komið til framkvæmdar, þremur að hluta en ekki hafi verið tekið tillit til tveggja tillagna, sem snúa að hagsmunaskráningu þingmanna. 

Í nýju skýrslunni fagnar GRECO því að reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings hafi verið teknar til endurskoðunar og metur því að tillaga um úrbætur hagsmunaskráningu þingmanna hafi verið framkvæmd að hluta. Allar tillögur GRECO eru því annað hvort framkvæmdar að fullu eða að hluta.

Stjórn­völd á Íslandi hafa svig­rúm fram í júní 2020 til þess að greina frá því til hvaða aðgerða hafi verið gripið til þess að koma til móts við at­huga­semd­ir við þær fjórar tillögur sem ekki hafa verið framkvæmdar að fullu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert