Kjartan stjórnarformaður UNICEF á Íslandi

Stjórn UNICEF á Íslandi á aðalfundi landsnefndarinnar í dag. F.v.: ...
Stjórn UNICEF á Íslandi á aðalfundi landsnefndarinnar í dag. F.v.: Óttar Proppé, Erna Kristín Blöndal, Kjartan Örn Ólafsson, Guðrún Hálfdánardóttir, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson. Á myndina vantar Svöfu Grönfeldt, Jökul Inga Þorvaldsson og Lilju Hrund Ava Lúðvíksdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Kjartan Örn Ólafsson tók við starfi stjórnarformanns UNICEF á Íslandi á ársfundi landsnefndarinnar sem fram fór í dag í Safnahúsinu. Hann tekur við af Ernu Kristínu Blöndal, sem gegnir nú stöðu skrifstofustjóra barna- og fjölskyldumála í  félagsmálaráðuneytinu, en hún mun áfram sitja í stjórn.

Kjartan er framkvæmdastjóri nýsköpunarfélagsins Volta ehf og hefur setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2016 og var áður varaformaður. Kjartan hefur undanfarin ár komið að uppbyggingu allmargra sprota- og tæknifyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis sem stofnandi, stjórnarmaður, fjárfestir og ráðgjafi. Áður starfaði Kjartan um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlasamsteypunnar Bertelsmann í New York og leiddi nýsköpunarverkefni fyrir ýmis dótturfyrirtæki hennar, svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media, sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði.

Hann hefur átt sæti í stjórnum fjölda fyrirtækja og samtaka beggja vegna Atlantsála svo sem American-Scandinavian Foundation, Datamarket, Já, Basno, Brunns vaxtasjóðs, Hörpu tónlistarhúss og verið formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík. Kjartan lærði heimspeki og rökfræði á Íslandi og Ítalíu og er með MBA-gráðu frá Harvard Business School.

Þrír nýir taka sæti í stjórninni

Á ársfundinum tóku þrír nýir meðlimir sæti í stjórn, þau Óttar Proppé, Svafa Grönfeldt og Jökull Ingi Þorvaldsson, sem kemur inn sem varamaður. Óttar er tónlistarmaður, bóksali og fyrrverrandi heilbrigðisráðherra og Svafa er athafnarkona og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Jökull Ingi er nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er fulltrúi Ungmennaráðs UNICEF í stjórn.

„Það á sér stað mikil endurnýjun í stjórninni okkar þetta árið og við kveðjum með söknuði fráfarandi stjórnarmeðlimi, þau Líney Rut Halldórsdóttur og Gunnar Hansson. Við færum þeim hjartans þakkir  fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin og ötullega baráttu fyrir réttindum barna hér á landi og alþjóðlega. Um leið bjóðum við nýja stjórnarmeðlimi hjartanlega velkomna í hópinn,“ er haft eftir Bergsteini Jónssyni, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi, í tilkynningu.  

Nýja stjórn UNICEF á Íslandi sem tók við í dag skipa því Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður, Guðrún Hálfdánardóttir, varaformaður, Erna Kristín Blöndal, Guðrún Nordal, Óttar Proppé, Svafa Grönfeldt, Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir og Jökull Ingi Þorvaldsson, fulltrúar ungmennaráðs, Sigríður Thorlacius og Styrmir Gunnarsson.

Stjórnarfólk UNICEF á Íslandi gegna störfum sínum í sjálfboðavinnu. Ársskýrslu UNICEF á Íslandi má nálgast hér.

mbl.is

Innlent »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við Íslands vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Í gær, 21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...