Loksins frí hjá ríkissáttasemjara

Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara segir sumarfríið kærkomið og ...
Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara segir sumarfríið kærkomið og tímabært. Hér sýslar hún með vöfflur árið 2016 en eftir lífskjarasamningana nú í vor vakti það athygli manna að ekki voru reiddar fram vöfflur þegar samdist. mbl.is/Árni Sæberg

Allir starfsmenn hjá embætti ríkissáttasemjara fara í sumarfrí á föstudaginn. Að baki er viðburðaríkt starfsár, þar sem efst á baugi voru vitaskuld lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl, eftir langt og strangt samningaferli. Stór meirihluti af kjarasamningum á almennum markaði losnaði um áramótin og svo einnig í lok mars.

Nú fá starfsmenn á skrifstofunni og nefndarmenn í samninganefndunum sumarfrí frá þessum störfum í fimm vikur, sem hefst á föstudaginn. Sáttasemjari tekur aftur til starfa í ágúst. Starfsmenn eru fegnir því að komast nú í alvöru sumarfrí, því allt of oft er raunin önnur, að sögn Elísabetar S. Ólafsdóttur skrifstofustjóra, sem vísar í nærtækasta dæmið: sumarfríið í fyrra sem var ekki nema ein og hálf vika.

Þá stóð kjaradeila ljósmæðra til 26. júlí og svo var frí rétt fram í ágúst.

Ríkissáttasemjari er til húsa í Borgartúni 21 í Reykjavík. Þar ...
Ríkissáttasemjari er til húsa í Borgartúni 21 í Reykjavík. Þar verður tómt hús í júlí. Margir hafa þar fundaraðstöðu, eins og BHM og BSRB, jafnvel þó þeir hafi ekki vísað deilu sinni við ríkið til sáttasemjara. Gera má ráð fyrir að þessir hópar geri hlé á fundum sínum á meðan húsnæðið er lokað, nema þeir taki upp á að funda annars staðar. mbl.is/Golli

Nú er öldin önnur og unnt var að fresta formlega þeim málum sem eru á borði sáttasemjara. „Samninganefndarfólk sem hefur verið hérna vikum og mánuðum saman þarf að komast í frí og svo starfsfólkið líka. Það er allt sem réttlætir þetta,“ segir Elísabet við mbl.is, glöð í bragði.

Á morgun fundar félag flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins en á þeim bæ á eftir að semja og ekki liggur fyrir hvort unnt verði að gera það fyrir frí. Á föstudaginn á stéttarfélag blaðamanna síðan fund hjá sáttasemjara en að öðru leyti er ekkert á dagskrá heldur almennur frágangur á skrifstofunni.

„Það eru þessir fundir í vikunni en það eru allir mjög meðvitaðir um að ekki verði fundað hér í júlí,“ segir Elísabet.

„Miðað við stórt kjarasamningaár hefur þetta verið ágætt. Þetta tekur alltaf sinn tíma. Lífskjarasamningur var stórt skref og svo komu hinir á eftir. Auðvitað hefði maður vonast til þess að fleiri hefðu samið fyrir sumarfrí en svona er þetta og við vinnum út frá því. Verkefnin fara ekkert frá okkur,“ segir Elísabet, þó nú sé komið að smá hléi.

Í gær fundaði Flugfreyjufélag Íslands vegna Air Iceland Connect og var það fyrsti fundurinn síðan deilu þeirri var vísað til sáttasemjara. Þar voru gögn lögð fram en annars var tíðindalaust. Sömuleiðis fundaði félagið vegna Iceland Air í dag og það sama var uppi á teningnum þar.

mbl.is

Innlent »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »

Varð ekki vör við neitt óvenjulegt

Í gær, 21:42 „Ég var greinilega í nágrenni við þá í dag en vissi ekki af þeim. Ég vildi að ég hefði vitað þetta þá hefði ég kíkt á þá,“ segir Branddís Margrét Hauksdóttir á Snorrastöðum sem var ríðandi á Löngufjörum með góðan hóp með sér í dag, nokkra kílómetra frá grindhvölunum sem þar rak á land. Meira »

15 ára stressaður fyrir heimsleikunum

Í gær, 21:28 Brynjar Ari Magnússon fimmtán ára crossfit-kappi er á leiðinni á heimsleika unglinga í crossfit í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. „Ég verð ekki sáttur nema verðlaunapallinum,“ segir hann. Meira »
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......