Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Ábendingarlínan er starfrækt í samvinnu við Ríkislögreglustjóra og fara ábendingar …
Ábendingarlínan er starfrækt í samvinnu við Ríkislögreglustjóra og fara ábendingar til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu. Barnaheill

Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. 

Þá er einnig að finna fræðslu um lög og skilgreiningar á ofbeldi og öðrum atriðum sem hægt er að tilkynna í gegnum Ábendingarlínuna.

Í tilkynningu frá Barnaheillum segir að markmiðið með rekstri Ábendingalínunnar sé að vinna gegn ofbeldi gegn börnum á netinu, meðal annars með því að útrýma myndefni sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum og birt er á netinu, auk þess að vinna gegn tælingu og hatursorðræðu.

Ábendingarlínan er starfrækt í samvinnu við Ríkislögreglustjóra og fara ábendingar til skoðunar og rannsóknar hjá lögreglu sem rekur slóðir efnis, finnur hvar það er vistað og sér til þess að það sé fjarlægt.

Gestir vefsíðunnar gera fyrst grein fyrir aldri sínum og eru valmöguleikarnir um efni sem á að tilkynna aðlagaðar að aldri þess sem vill tilkynna óviðeigandi hegðun. Þar geta börn undir 14 ára aldri til að mynda tilkynnt um dónalegar myndir og vídeó á netinu eða einelti og börn á aldrinum 14 til 17 ára tilkynnt um dreifingu nektarmynda eða hótunum um dreifingu þeirra eða ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert