Ráðist verður í frekari hagræðingu

Draga þarf úr kostnaði hjá póstinum.
Draga þarf úr kostnaði hjá póstinum.

Nýr forstjóri Íslandspósts segir að stjórnendur einbeiti sér að því að taka til í rekstri fyrirtækisins, ekki síst yfirbyggingu. Birgir Jónsson segir að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi upplifað skerta þjónustu og allar aðrar leiðir verði reyndar áður en farið verði frekar út á þá braut.

Skýrsla sem Ríkisendurskoðun gerði fyrir Alþingi um Íslandspóst var kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gærmorgun. Þar eru settar fram nokkrar tillögur til úrbóta. Meðal annars kemur fram það álit ríkisendurskoðanda að ástæða sé til að ráðast í margvíslegar hagræðingaraðgerðir, einkum að sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli.

Stafræn þjónusta er lykillinn

Í skýrslunni eru rifjuð upp áform fyrirtækisins um að auka notkun póstboxa og sjálfvirkni í póstafgreiðslu. Meðal annars standi til að fjölga póstboxum á landsbyggðinni. Þá sé stefnt að því að auka sjálfvirkni í afhendingu sendinga og rafræn samskipti í því efni.

Með þessu sé unnt að fækka pósthúsum á höfuðborgarsvæðinu úr 8 og niður í 4-5, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert