Skúli bættist óvænt í hópinn

Keppendur á ferðinni í kvöld.
Keppendur á ferðinni í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A- og B-flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon með bæði vindi og vætu.

Fremstu lið í B-flokki eru Advania, Airport Direct, World Class og Fjallabræður en þau eru í samvinnu sem stendur. Liðin hjóluðu í gegnum Borgarnes um klukkan tíu í kvöld, að því er segir í tilkynningu.

Í A-flokki fjögurra manna liða leiða lið Decode, deCODE B og deCODE J, keppnina með nokkrum yfirburðum og voru á leið upp á Holtavörðuheiði um tíuleytið í kvöld.

Í flokki einstaklinga er Chris Burkard enn með mikið forskot og er nú kominn yfir Öxi.

Eiríkur Ingi var á Möðrudalsöræfum um hálfellefuleytið og Terri Huebler nálgaðist Mývatn.

Lið Hjólakrafts voru á fljúgandi siglingu niður Jökuldalinn kl. 22:30. Þeim barst óvæntur liðsstyrkur síðdegis í dag þegar Skúli Mogensen bættist í hópinn í Reykjahlíð.

Ljósmynd/Aðsend

Hér er hægt er að sjá staðsetningar allra liða.

Nú hafa safnast um  2 milljónir í áheitakeppninni og lið Toyota, Hjólakrafts og World Class leiða enn keppnina. Í ár safna keppendur áheitum fyrir Sumarbúðirnar í Reykjadal sem sérhæfðar eru fyrir börn og ungmenni með fatlanir. Til að leggja áheitasöfnuninni lið má fara á liðasíðu WOW Cyclothon, velja sitt lið og senda bæði áheit og kveðjur.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert