Skúmi fjölgar á Ingólfshöfða

Vegna mikillar fækkunar skúms hér er hann metinn í bráðri …
Vegna mikillar fækkunar skúms hér er hann metinn í bráðri hættu skv. válista Náttúrufræðistofnunar mbl.is/RAX

Aukning hefur orðið á varpi skúms á Ingólfshöfða í Austur-Skaftafellssýslu á meðan töluverð fækkun hefur orðið á varpi á Breiðamerkursandi.

Þetta staðfestir dr. Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, en stofan rannsakaði varpútbreiðslu skúms á Ingólfshöfða snemma í mánuðinum í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands. Er rannsóknin hluti af stærra verkefni þar sem varpútbreiðsla skúms frá Salthöfða vestur að sýslumörkum verður kortlögð.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Lilja að niðurstöður rannsóknarinnar liggi ekki fyrir sem stendur en segir skúmshreiðrin í Ingólfshöfða hafa verið á milli 120 og130 talsins í talningunni. Til samanburðar var önnur rannsókn gerð á sama svæði á árunum 1984-1985, þar sem aðeins 4-6 pör voru talin verpa á höfðanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert