Veik von um sólarmesta júnímánuð

Helst er von á einhverri sól um helgina segir Trausti.
Helst er von á einhverri sól um helgina segir Trausti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Í gær var fyrsti sólarlausi dagurinn í Reykjavík síðan 18. maí, en næstu 30 daga á undan mældust sólskinsstundir alls 377,6 sem er meira en nokkru sinni hefur mælst í einum almanaksmánuði.

Þetta kemur fram í færslu Trausta Jónssonar veðurfræðings á vefsíðu hans. Þar segir að sé litið á júnímánuð einan hafi sólarstundir mælst 296,3, og því vanti upp á 42 sólskinsstundir til að jafna júnímetið frá 1928. 

Til að gera það eru enn fjórir dagar - sem spáð er sólarlitlum - helst að von sé um helgina - en júlí tekur við á mánudaginn,“ skrifar Trausti.

mbl.is