Áskorun að taka við sæti Bandaríkjanna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er í þriggja daga heim­sókn í Genf ...
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er í þriggja daga heim­sókn í Genf í tengsl­um við júnílotu mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna þar sem jafn­rétt­is­mál eru í brenni­depli. Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það hafa verið heilmikla áskorun fyrir Ísland að taka sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í fyrra eftir óvænt brotthvarf Bandaríkjanna. Að hennar mati hefur Íslandi hins vegar tekist að setja mikilvæg mál á dagskrá, svo sem málefni flóttafólks, jafnréttismál og loftslagsmál. 

„Ég tel að það sé ljóst að það er hlustað eftir okkar rödd þegar kemur að þessum málum,“ segir Katrín í samtali við mbl.is, en hún er í þriggja daga heim­sókn í Genf í tengsl­um við júnílotu mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna. 

Í gær fundaði Katrín með Fil­ippo Grandi, fram­kvæmda­stjóra Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR) og Michelle Bachelet, mann­rétt­inda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna (OHCHR). Í dag hóf Katrín daginn á pallborðsumræðum um kynbundið ofbeldi á vinnustöðum þar sem hún hélt inngangserindi, ásamt Bachelet.

„Þar skapaðist heilmikið umræða og það er verið að undirbúa ályktanir í ráðinu um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og svo er Alþjóðavinnumálastofnunin búin að láta sig þessi mál varða,“ segir Katrín. 

Í morgun fundaði hún einnig með Yves Daccord, framkvæmdastjóra Alþjóða Rauða krossins og heimsótti safn Alþjóða Rauða krossins um mannúðarmál. Á fundi hennar með Daccord ræddu þau m.a. stöðu mála í Sýrlandi, Jemen og Suður-Súdan og stuðning íslenskra stjórnvalda við starf Alþjóða Rauða krossins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Filippo Grandi, fram­kvæmda­stjóra Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna ...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt Filippo Grandi, fram­kvæmda­stjóra Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Ljósmynd/Forsætisráðuneytið

Áhersla á réttindi til heilnæms umhverfis

Síðar í dag mun Katrín ávarpa mannréttindaráðið, sem fulltrúi Íslands, og þar hyggst hún leggja áherslu á jafnréttismál. „Enda er það eitt af okkar lykilmálum hér, sem og réttindi hinsegin fólks,“ segir Katrín, sem hyggst einnig ætla að fjalla sérstaklega um réttindi til heilnæms umhverfis, en töluverð umræða hefur skapast um þau réttindi á fundum ráðsins í þessari lotu að sögn Katrínar og til stendur að koma ákvæði um réttindi til heilnæms umhverfis inn í alþjóðlegar skuldbindingar aðildarríkjanna. 

„Með ákvæðinu er verið að draga ákveðna línu í sandinn hvað varðar ábyrgð okkar allra, hvort sem það eru stjórnvöld eða atvinnulíf, að tryggja að almenningur geti haft aðgang að hreinu vatni og lofti,“ segir Katrín. 

Umræða um réttindi til heilnæms umhverfis er ekki síst fyrirferðamikil vegna nýrra áskoranna í kjölfar loftslagsbreytinga að mati Katrínar. „Við erum að glíma við nýjar orsakir fyrir fólk á flótta og loftslagsflóttamenn eru staðreynd. Fólk er að missa heimkynni sín, ýmist vegna þurrka eða flóða eða annarra breytinga á veðurfari,“ segir Katrín. Umræðan snýst því um að leggja áherslu á aðgerðir sem geta forðað því að fólk sé á flótta, en aldrei hafa fleiri jarðarbú­ar verið á flótta eða á hrakn­ing­um vegna stríðsátaka að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu Flótta­manna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna.   

„Lengi hægt að gera betur“

Katrín segir það jákvætt að fylgst er með hvernig Ísland tekur á móti kvótaflóttamönnum. Ísland tekur á móti 75 kvótaflóttamönnum í ár sem er stærri hópur en verið hef­ur til þessa. Næsti hópur kemur hingað til lands á næstunni og er það hópur LBGT-flótta­fólks frá Kenýa. Flóttamannamannastofnun SÞ hef­ur hrósað ís­lensk­um stjórn­völd­um fyr­ir það hvernig staðið er að mót­töku flótta­manna hér á landi sem Katrín er afar þakklát fyrir. 

„Það sem mér fannst áhugavert í þessu samtali er að það er tekið eftir hvernig er unnið með þeim sem eru að koma hingað. En auðvitað þurfum við stanslaust að vera með þessi mál í skoðun, það er lengi hægt að gera betur. En ég held að það sé mikilvægt að nálgast þetta út frá því að það sé vel tekið á móti þeim sem koma,“ segir Katrín.

Fram undan er aukið samstarf við Flóttamannastofnunina, meðal annars í tengslum við verkefni þar sem unnið er með fólki án ríkisfangs. „Þar hefur Ísland verið að ljúka ákveðnum verkefnum og vonumst til að geta skrifað undir yfirlýsingu einstaklinga sem eru án ríkisfangs von bráðar. Það eru mörg verkefni, ekki síst vegna þess hversu margir eru á flótta, og það er ljóst að þó að við séum ekki fjölmenn þjóð, þá skiptir máli hvað við erum að gera,“ segir Katrín. 

Hyggst standa við markmið í þróunarsamvinnu

Alþingi samþykkti í síðustu viku að lækka fyrirhuguð framlög til þróunarsamvinnu um 600 milljónir króna á ári. Þar af verða 300 milljónir færðar til útgjalda vegna viðhalds mannvirkja Atlantshafsbandalagsins á Íslandi. Katrín segir að þessi breyting á fjármálaáætlun hafi ekki áhrif á markmið ríkisstjórnarinnar um framlag til þróunarmála í stóra samhenginu. 

„Framlögin til þróunarsamvinnu eru miðuð við hlutfall af landsframleiðslu og það kom skýrt fram við samþykkt fjármálaætlunina í nefndaráliti meirihlutans að þau verða endurskoðuð við gerð fjárlaga. Það er búið að samþykkja þessi framlög sem hlutfall af vergri landsframleiðslu í þróunarsamvinnuáætlun, það er í takt við stjórnarsáttmálann, og við hyggjumst standa við þau markmið sem við höfum sett okkur þar,“ segir Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

Í gær, 12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

Í gær, 12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

Í gær, 12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Til sölu nokkrar fágætar bækur
Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum Ilions-kvæði 1856 Flateyjarbók,...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...