„Þetta er náttúrulega svekkjandi“

Ei­rík­ur hætti keppni rétt eft­ir miðnætti í nótt vegna meiðsla.
Ei­rík­ur hætti keppni rétt eft­ir miðnætti í nótt vegna meiðsla. mbl.is/Þorgeir

„Það er ekki flókn­ara en svo að strax þegar ég er kom­inn í Hval­fjörðinn fæ ég meiðsli í aft­ari hné­bót og varð að slá af,“ seg­ir Ei­rík­ur Ingi Jóhannsson aðspurður hvers vegna hann hafi ákveðið að hætta keppni í WOW Cyclothon skömmu eftir miðnætti í nótt.

Þegar hann nálgaðist Öxna­dal tóku sig svo upp hjá hon­um hné­skelja­meiðsli sem háðu hon­um í hjól­reiðakeppni í kring­um Írland í fyrra.

„Maður von­ast alltaf til þess að meiðslin lag­ist og maður geti farið að gefa í aft­ur. Ég var bú­inn að vera svona síðan níu kvöldið áður, þetta var meira en sól­ar­hring­ur sem ég var að kljást við þetta. Það er ekk­ert gam­an að hjóla hægt þegar maður get­ur hjólað miklu hraðar.“

Væri að etja kappi við Burkard

Ei­rík­ur seg­ir að ákvörðunin um að hætta keppni hafi ekki verið svo erfið þegar þarna var komið við sögu. „Þetta er nátt­úru­lega svekkj­andi. Ég var bú­inn að gera mér grein fyr­ir því að ég var ekki að fara að elt­ast við drauma­tím­ann minn í þetta skipti,“ seg­ir Ei­rík­ur, sem ef­ast ekki um að hann væri að etja kappi við Chris Burkard, sem gerir sig líklegan til að setja met í keppninni, væri lík­am­inn í lagi.

„Ég er ekki í nokkr­um vafa um það að við hefðum verið að berj­ast um sam­an, ef maður hefði bara ekki verið fyr­ir fram­an hann. Ég hef aldrei séð svona skemmti­leg­an meðvind svona stór­an hluta leiðar­inn­ar,“ seg­ir Ei­rík­ur, sem var að taka þátt í WOW Cyclot­hon í fimmta sinn og á núverandi brautarmet í keppninni: 56:12:40.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert