Banaslys á Vestfjörðum

mbl.is

Banaslys varð á Ingjaldssandsvegi á Vestfjörðum í gær þegar veghefill sem var við vegheflun hafnaði utan vegar.

Stjórnandi veghefilsins lést, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Tilkynning um slysið, á Sandsheiði í Gerðhamarsdal, barst laust fyrir klukkan 18 í gær.

Tildrög slyssins eru ókunn og hefur lögreglan á Vestfjörðum málið til rannsóknar, með aðstoð rannsóknarnefndar samgönguslysa og Vinnueftirlits.

Ekki er hægt að birta nafn ökumanns að svo stöddu.

Ingjaldssandsvegur liggur á Ingjaldssandi sem stendur við Önundarfjörð.
Ingjaldssandsvegur liggur á Ingjaldssandi sem stendur við Önundarfjörð. Kort/Google
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert