„Geggjað framúrstefnulegt trix“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ráðherra hæðist að Hjörleifi Hallgrímssyni en hann gagnrýnir framgöngu Sjálfstæðisflokksins í málefnum er varða þriðja orkupakkann í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. „Fagri ferðamálaráðherrann með mörgu nöfnin“ er það sem Hjörleifur, fyrrverandi ritstjóri vikudags á Akureyri, kallar Þórdísi.

Geggjað framúrstefnulegt trix að þykjast ekki - eða leggja ekki á sig að muna nafn á konu,“ skrifar Þórdís Kolbrún á Twitter-síðu sína í morgun.

Álag á þeim. Þórdís Kolbrún eru 13 stafir. Guðlaugur Þór eru 12. Ég legg ekki meira á ykkur krakkar,“ bætir Þórdís við.

Hjörleifur sakar ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að „bulla út í eitt“ á fundum um að orkupakkinn skipti engu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert