Miðflokkurinn tekur flugið

Hluti þingflokks Miðflokksins.
Hluti þingflokks Miðflokksins. mbl.is/Hari

Miðflokkurinn mælist með 9,8% fylgi í nýrri skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét vinna. Er það aukning um þrjú prósent frá síðustu könnun blaðsins. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar rúmum tveimur prósentum og er með 7,1 prósenta fylgi.

Vinstri græn mælast nú með 13,1 prósent en voru með 10,2 prósent í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 24,2 prósentum niður í 22,6. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentum frá síðustu könnun og fara úr 13 prósentum upp í 15,2 prósent og er stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu og með næstmest fylgi flokka á eftir Sjálfstæðisflokknum.

Samfylkingin, sem var með 17,4 prósent í síðustu könnun, tapar hins vegar þremur prósentum og fer niður í 14,1 prósent. Fylgi Viðreisnar er hins vegar stöðugt milli kannana, Var 9,9 prósent í síðustu könnun og er nú 9,7 prósent. Flokkur fólksins tapar einu prósenti milli kannana og fer úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. 

Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina