Veginum að Sauðleysuvatni lokað

Slóðinn að Sauðleysuvatni
Slóðinn að Sauðleysuvatni Ljósmynd/Umhverfisstofnun

„Það var ákveðið að loka vegaslóðanum að Sauðleysuvatni í friðlandinu að Fjallabaki. Slóðinn liggur á mjög grónu og viðkvæmu gróðurlendi þar sem jarðvegsrof hefur orðið vegna aksturs á slóðanum,“ segir Hákon Ásgeirssson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Hann segir í Morgunblaðinu í dag, að þar sem engin veiði sé í Sauðleysuvatni hafi verið tekin ákvörðun um að loka vegslóðanum, endurskoða legu hans og færa hann úr grónu svæði yfir á ógróið.

„Vegaslóðinn er stuttur, engin afmörkuð bílastæði og frekar óljóst hvar hann endar. Þeir sem keyra þennan vegaslóða hafa ekkert annað val en að keyra út af honum þegar þeir snúa við,“ segir Hákon sem upplýsir að lokun vegarins sé gerð í samráði við veiðifélag Rangárþings ytra og veiðifélag Landmannaafréttar sem hefur yfir veiðiheimildum úr vatninu að ráða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert