Fá 105 þúsund króna innágreiðslu

Friðarskylda samkomulagsins við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg er til 15. september.
Friðarskylda samkomulagsins við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg er til 15. september. mbl.is/Ómar Óskarsson

BSRB hefur náð samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg um framhald kjaraviðræðna og líkt og í samkomulaginu sem gert var við ríkið er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu 1. ágúst næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef BSRB, en Morgunblaðið greindi frá því í síðustu viku að ríkisstarfsmenn fengju þessa sömu innágreiðslu vegna væntanlegra launahækkana, en í samkomulaginu felst einnig friðarskylda til 30. september.

Friðarskylda samkomulagsins við sveitarfélögin og Reykjavíkurborg er  til 15. september, en stefnt er að því að ljúka nýjum kjarasamningum fyrir þann tíma. Samningar flestra aðildarfélaga hafa verið lausir frá því í byrjun apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert