Gefur út lag um lúsmý

Nasarus berst við vágestinn fræga, lúsmýið, með öllum ráðum.
Nasarus berst við vágestinn fræga, lúsmýið, með öllum ráðum. Skjáskot úr myndskeiðinu

Út er kominn „sumarsmellurinn í ár“ samkvæmt tónlistarmanninum Nasarus sem gefið hefur út lagið Lúsmý. Nasarus er með puttann á púlsinum varðandi það hvað er heitt í sumar, en hlýnun jarðar er einmitt talin ein ástæða þess að lúsmý hefur herjað á landann undanfarnar vikur.

Í texta lagsins syngur Nasarus ekki aðeins um lúsmý heldur leiðbeinir fólki einnig um það hvernig beri að forðast bit og hvað skuli gera takist það illa.

Líklega er um að ræða fyrsta íslenska lagið sem samið hefur verið um umræddan vágest, en sjón er sögu ríkari og hægt er að hlýða á lagið og horfa á myndbandið sem Nasarus vann samhliða laginu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert