Örnefnin týnist ekki

Gunnar Haukur Kristinsson
Gunnar Haukur Kristinsson mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsfólk Landmælinga Íslands er nú í kapphlaupi við tímann við að staðsetja fjölda örnefna víða um landið áður en vitneskja um staðsetningu þeirra glatast.

Talið er að 380 þúsund örnefni séu óstaðsett hérlendis en 120 þúsund hafa nú þegar verið skráð.

„Við náum að bæta tíu til tuttugu þúsund nöfnum á ári í grunninn svo við höfum gefið okkur svona fjörutíu ár til að klára þetta en þá er náttúrlega ein kynslóð í viðbót farin svo við megum helst ekki vera lengur að því. Þá stöndum við uppi með mína kynslóð sem veit bara hvar gps-hnitin eru,“ segir Gunnar Haukur Kristinsson, forstöðumaður sviðs mælinga og landupplýsinga hjá Landmælingum Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »