Fjölfarin beygjurein aflögð í Reykjavík

Gatnamót Snorrabrautar-Sæbrautar, þar er verið að tyrfa fráreinina af Snorrabraut …
Gatnamót Snorrabrautar-Sæbrautar, þar er verið að tyrfa fráreinina af Snorrabraut til hægri inn á Sæbraut. mbl.is/​Hari

Nú er unnið að því hörðum höndum að endurnýja umferðarljós og göngu- og hjólaleiðir á gatnamótum Snorrabrautar og Sæbrautar í miðbæ Reykjavíkur. Verður þar einnig lýsing bætt á gönguleiðum frá því sem áður var.

Á þessum umferðarþungu gatnamótum hefur í áratugi verið hægt að beygja til austurs á hægribeygjurein og til vesturs á tveimur beygjuakreinum.

Með þessari framkvæmd verður beygjureinin aflögð og beygjuakreinum í vesturátt fækkað um eina. Áfram verður þó hægt að beygja bæði í austur- og vesturátt að framkvæmdum loknum. Þegar ljósmyndari átti leið um svæðið í gær var búið að moka jarðvegi yfir gömlu beygjureinina í austur. khj@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert