Vaxandi líkur á hlaupi í Múlakvísl

Múlakvísl. Á undanförnum árum hafa komið lítil jökulhlaup í Múlakvísl ...
Múlakvísl. Á undanförnum árum hafa komið lítil jökulhlaup í Múlakvísl því sem næst árlega, nærri eða eftir mitt sumar þegar leysing á Mýrdalsjökli er í hámarki. Myndin er úr safni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu vikum. Ekki er búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærri en sést hafa undanfarin átta ár. Frá þessu greinir Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 

Fram kemur í tilkynningu, að síðustu árum hafi Jarðvísindastofnun Háskólans unnið að rannsóknum á sigkötlunum í Mýrdalsjökli, m.a. með nákvæmum íssjármælingum, sem geti sýnt hvort og hve mikið vatn hefur safnast fyrir undir einstökum kötlum.

„Niðurstöður mælinganna nú eru þær að nægt vatn hefur safnast undir jarðhitakatla í austurhluta Mýrdalsjökuls til að valda heldur stærra hlaupi en komið hafa undanfarin átta ár. Verulegar líkur eru því á hlaupi í Múlakvísl á næstu dögum eða vikum. Rennsli í flóðtoppi gæti orðið nokkru meira en varð 2017 en sennilega töluvert minna en 2011,“ segir í tilkynningunni.

Ekkert hlaup í fyrra

Þá segir, að á undanförnum árum hafi komið lítil jökulhlaup í Múlakvísl því sem næst árlega, nærri eða eftir mitt sumar þegar leysing á Mýrdalsjökli er í hámarki. Þessi hlaup séu það lítil að áin flæðir ekki út fyrir farveg sinn og hafa ekki valdið neinum skemmdum. Ekkert slíkt hlaup kom þó á síðasta ári.

„Hlaupið fyrir tveimur árum, 2017, var í meira lagi, olli ekki skemmdum á vegum en því fylgdi mikil loftmengun af völdum brennisteinsvetnis. Á síðustu 100 árum eru allavega tvö dæmi um mun stærri hlaup í Múlakvísl, 1955 og 2011. Hlaupið 2011 tók af brúna á þjóðvegi 1. Hámarksrennsli í hlaupinu árið 2017 er lauslega áætlað hafa verið nálægt 200 rúmmetrum á sekúndu niðri við þjóðveg 1, sem er um 20% hámarksrennslis hlaupsins 2011 á sama stað,“ segja almannavarnir.

Verulegur jarðhiti

Bent er á, að undir Mýrdalsjökli sé verulegur jarðhiti og myndi hann um 20 sigkatla á yfirborði jökulsins. Jarðhitinn bræði jökulísinn og þetta bræðsluvatn safnist fyrir undir jarðhitakötlunum. Leysingavatn af yfirborði jökulsins nái einnig að einhverju marki að seytla niður í gegnum jökulinn og bætist við jarðhitavatnið sem þar er fyrir. Þegar nægilegt vatn hefur safnast saman brýtur það sér leið undir jökulinn og veldur hlaupi í ám.

Rétt er að benda á að hlaup úr jarðhitakötlum í Mýrdalsjökli geta runnið fram í Skálm að hluta.

„Ferðaþjónustuaðilar sem sinna ferðaþjónustu á eða við jökulinn hafa verið upplýstir og farið verður nánar yfir mögulegar aðgerðir komi til hlaups. Vísindamenn telja að einhver aðdragandi verði að hlaupinu og fyrir liggur að koma á næstu dögum upp sítengdum GPS mæli í einum af kötlum jökulsins til að fá lengri fyrirvara en þann sem fæst af því að fylgjast með óróa þegar hlaup er byrjað að ryðja sér leið undir jöklinum.

Ekki talin þörf á sérstökum lokunum

Ekki er talin þörf á sérstökum lokunum fyrir umferð að sinni en vandlega verður fylgst með ástandinu og gripið inn í ef vísbendingar eru um að hlaup sé að hefjast,“ segir í tilkynningu.

Hættur samfara hlaupum í Múlakvísl:

1. Hlaupvatn getur teppt leið frá þjóðvegi 1 inn að Kötlujökli vestan við Hafursey.
2. Hlaupvatn getur runnið yfir og teppt eða rofið þjóðveg 1 við brúna yfir Múlakvísl.
3. Hlaupvatn getur teppt leið í Þakgil.
4. Gasið brennisteinsvetni (H2S) getur verið í það miklu magni í andrúmslofti nærri ánni að það brenni slímhúðir í augum og í öndunarvegi.

Leiðbeiningar:

1. Virðið lokanir og rýmingar ef til þeirra kemur.
2. Haldið ykkur fjarri ánni þegar hlaup er í gangi.
3. Forðist staði þar sem gasmengunar gætir svo sem meðfram ánni og lægðir nærri henni. Stöðvið ekki við brúna yfir Múlakvísl eða Skálm.

mbl.is

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...