„Ekki hægt að humma þetta af sér“

Afganski faðirinn með sonum sínum tveimur sem eru 9 og …
Afganski faðirinn með sonum sínum tveimur sem eru 9 og 10 ára. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér sýnist samfélagið vera komið með upp í kok af þessari ómannúðlegu og grimmu stefnu stjórnvalda í garð barna á flótta. Nú er komið nóg. Við segjum stopp og ég hef fulla trú á að fólk muni mæta og sýna samstöðu með börnum á flótta,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólks á Íslandi, um mótmæli þar sem lagst er gegn því að börnum á flótta sé vísað af landi brott. Mótmælin hefjast kl. 17 við Hallgrímskirkju í dag og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. 

Nú vofa yfir brottvísanir tveggja afganskra fjölskyldna. Annarsvegar er einstæður faðir Asadullah  Sarw­ary með tvo syni, 10 og 9 ára. Hinsvegar einstæð móðir, Shahnaz Safari og börn­um henn­ar tveim­ur, Zainab og Amil sem eru 12 og 14 ára. Dóttir hennar var í Hagaskóla í vetur og mótmæltu samnemendur hennar fyrirhugaðir brottvísun. Þeim á vísa aftur til Grikklands.  

Sema Erla bendir á að það sé ótrúlegt að vera í þessari stöðu aftur í dag, tveimur árum síðar þar sem einnig var mótmælt fyrirhugaðir brottvísun tveggja ungra stúlkna og fjölskyldna þeirra. „Þær brottvísanir voru stöðvaðir ásamt nokkrum öðrum. Í kjölfarið gerðist ekkert og hér erum við aftur í sömu sporum. Það er alveg óþolandi að það þurfi að grípa inn í einstaka mál,“ segir hún. 

Zainab Safari er önnur til vinstri á myndinni. Myndin var …
Zainab Safari er önnur til vinstri á myndinni. Myndin var tekin þegar fulltrúar réttindaráðs Hagaskóla afhentu formanni kærunefndar útlendingamála undirskriftarlista sem mótmæla fyrirhugaðri brottvísun henna í mars síðastliðnum. mbl.is/Árni Sæberg

Hún bendir á að það sé átakanlegt og sorglegt að horfa á hvaða áhrif þetta hafi á börnin að þurfa að koma fram með þeirra mál í fjölmiðlum. „Þau eru nú þegar í afskaplega brothættri stöðu,“ segir hún. 

„Nú erum við kominn á þann stað að við þurfum að gera eitthvað. Það er ekki hægt að humma þetta af sér. Við sem samfélag ætlum ekki að vera samfélag sem rífur þau úr öryggi sem þau hafa fundið hér á landi og sendir þau aftur á flótta út í óöryggi, óvissu og vonleysi,“ segir Sema Erla. 

Mótmæli hefjast sem fyrr segir við Hallgrímskirkju kl. 17 í dag. Þaðan verður gengið niður á Austurvöll þar sem stutt dagskrá verður og meðal annars börn sem hafa verið á flótta lýsa reynslu sinni. Samtökin No borders og Solaris standa að mótmælunum.  

Sema Erla Serdar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og …
Sema Erla Serdar, formaður Solar­is – hjálp­ar­sam­taka fyr­ir hæl­is­leit­end­ur og flótta­fólks á Íslandi. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is

Bloggað um fréttina