Mótmæla „algjöru rugli“

Mótmælendur gengur fylktu liði frá Hallgrímskirkju á Austurvöll.
Mótmælendur gengur fylktu liði frá Hallgrímskirkju á Austurvöll. mbl.is/Arnþór

„Þetta er algjört rugl,“ segir Katrín Árnadóttir, 14 ára nemandi í Hagaskóla. Hún öskraði sig hása á Austurvelli þar sem brottvísun tveggja afganskra fjölskyldna var mótmælt nú síðdegis.

Annars vegar er um að ræða einstæðan föður, Asadullah Sarw­ary, með tvo syni, 10 og 9 ára. Hins­veg­ar ein­stæða móður, Shahnaz Safari, og börnin henn­ar tvö Amil og Za­inab sem eru 12 og 14 ára. 

Za­inab stundaði nám í Hagaskóla í vetur, eins og Katrín, en nemendum skólans þykir það skjóta skökku við að einn félagi þeirra muni líklega ekki sjást hlæjandi á göngum skólans næsta vetur vegna þess að hún megi ekki búa á Íslandi. 

Katrín birti í morgun tíu mínútna langt myndskeið á Facebook þar sem fólk mótmælir brottvísun Za­inab og fjölskyldu hennar. Hún auglýsti eftir fólki til að taka þátt í myndskeiðinu á Instagram og Facebook og segir hugmyndina hafa verið einfalda:

„Ég talaði við Za­inab og spurði hvernig ég gæti hjálpað. Hún kom með þessa hugmynd.“

Nemendur úr Hagaskóla hafa áður mótmælt brottvísun Za­inab og Katrín segir að von sé á frekari aðgerðum, ef stjórnvöld hlusti ekki á þau. 

„Við mótmæltum öll í vetur en þá heyrðist greinilega ekki nógu vel í okkur. Við þurftum greinilega að láta betur í okkur heyra og núna komu mun fleiri og ekki bara Hagskælingar.“

Fjöldi fólks mótmæli brottvísun flóttafólks í mótmælagöngu síðdegis.
Fjöldi fólks mótmæli brottvísun flóttafólks í mótmælagöngu síðdegis. mbl.is/Arnþór Birkisson

Rosaleg óvissa

Fram kom í fjölmiðlum í dag að engum verði vísað úr landi í þessari viku. Það segir kannski ekki mikið enda eru ekki margir dagar eftir af vikunni. Katrín segir að í síðustu viku hafi verið tilkynnt að tvær vikur væru í brottvísun. Síðan hafi verið tilkynnt að brottvísun yrði í þessari viku en síðan fallið frá því.

„Óvissan er rosalega mikil,“ segir Katrín og bætir við að það eina sem hún og samnemendur hennar biðji um sé að unglingsstelpa fái að halda áfram að stunda nám í Hagaskóla. 

„Vonandi heyra stjórnvöld í okkur og grípa til aðgerða. Við vonum að hún verði með okkur á næsta ári,“ segir Katrín og bætir við að þetta snúist um það að 14 ára stelpa geti átt von á góðu lífi:

„Ef hún fer til Grikklands er mjög ólíklegt að hún fái menntun og þar af leiðandi er framtíðin alls ekki spennandi,“ segir Katrín sem ætlar ekki að gefast upp:

„Við höldum áfram þar til öll von er úti.“

Mót­mæl­end­ur gengu fylktu liði frá Hall­gríms­kirkju og komu við hjá ...
Mót­mæl­end­ur gengu fylktu liði frá Hall­gríms­kirkju og komu við hjá dóms­málaráðuneyt­inu áður en hóp­ur­inn nam staðar á Aust­ur­velli. mbl.is/Arnþór Birkisson
Yfirskrift mótmælanna var: Við mótmælum brottvísunum barna á flótta.
Yfirskrift mótmælanna var: Við mótmælum brottvísunum barna á flótta. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skipunum verði sökkt til varðveislu

07:57 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum tillögu Sigurðar J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að kanna möguleika á að útbúa skipakirkjugarð í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps. Meira »

Glitlóa sást í varpbúningi

07:37 Þessi glitlóa, náfrænka heiðlóunnar en fínbyggðari, kom í heimsókn á Reykjanes á dögunum, nánar tiltekið í Garð, en átti ekki langa viðdvöl. Meira »

Þurrt og bjart á Vestfjörðum

07:07 Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við dálítilli vætu austanlands og síðdegisskúrum á víð og dreif í öðrum landshlutum. Þurrt veður og bjart verður hins vegar á Breiðafirði og Vestfjörðum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Suðvestur- og Vesturlandi. Meira »

Þjófurinn fannst í fangageymslu lögreglu

06:17 Lögregla var kölluð að heimahúsi í Kópavoginum í gærkvöldi en farið hafði verið inn um glugga á húsinu, bíllykli stolið og bílnum ekið á brott. Málið reyndist þó fljótafgreitt því bílþjófinn var þegar að finna í fangageymslu lögreglu. Meira »

Mikil fjölgun íbúa og uppbygging

05:30 Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%.   Meira »

Hagræðing á sér nú þegar stað í bankakerfinu

05:30 „Það er tvennt sem vegast á í því máli. Annars vegar er það krafan um að við getum rekið hér skilvirkt bankakerfi, þar sem kostnaði er haldið í lágmarki og við getum aukið hagræðingu í fjármálakerfinu til hagsbóta fyrir viðskiptavini, heimili og fyrirtæki. En hins vegar eru það samkeppnisleg álitamál.“ Meira »

Gaf ekki upp hvort kæmi til mótmæla

05:30 „Þeir fara ekki inn í Seljaneslandið fyrr en búið er að hafa samráð við landeigendur og koma því þannig fyrir að hér verði sem minnst rask á landinu, vegna þess að hér er einstakt landsvæði og einstök náttúrufegurð.“ Meira »

Aukin verkefni á hálendisvaktinni

05:30 „Það er meira af verkefnum það sem af er sumri en það sem var síðasta sumar enda var það í rólegri kantinum. Þá var rok og rigning og enginn nennti upp á hálendi. Nú er staðan svolítið önnur,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um hálendisvaktina. Meira »

Tóku í óleyfi efni við Vífilsfell

05:30 Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfisáhrifum. Meira »

Gjá milli þingflokks og grasrótar

05:30 Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæðisflokksins og annarra sjálfstæðismanna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orkupakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt. Meira »

Skattur án sykurs

05:30 Verulegra breytinga sér nú stað í gosdrykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi.   Meira »

Brosir meira á rafmagnshjóli en í bíl

Í gær, 22:05 „Þegar maður byrjar að hjóla eða labba, þá fattar maður svo margt,“ segir Jökull Sólberg Auðunsson. Í viðtali við mbl.is ræðir hann um svokallað „örflæði“, leiðir til þess að breyta ferðavenjum fólks og sjálfkeyrandi bíla, sem hann telur ekki nærri því að verða lausn á samgöngumálum borga. Meira »

Fiskvagninn í sigurför til Malmö

Í gær, 21:56 Fish and Chips-vagninn fór með sigur af hólmi í Götubitakepninni sem haldin var um helgina á Miðbakkanum í Reykjavík. Vagninn heldur til Malmö í Svíþjóð í september til að keppa á alþjóðlegri götubitahátíð. Meira »

Engin atlaga að einokun ISNIC

Í gær, 20:12 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir það hafa verið mistök á sínum tíma þegar félagið ISNIC, eini útgefandi .is-léna, var einkavætt. Fyrirtækið starfi á einokunarmarkaði í skjóli einkaréttar. Meira »

Úr sjónum í ruslið

Í gær, 19:25 Þorsteinn Stefánsson, gamall sjómaður, veiðir enn. Aflinn er hins vegar annar en forðum. Nú er hann í rusli. Þorsteinn sér um að halda gömlu höfninni í Reykjavík hreinni, og veitir ekki af. Meira »

Eldur í timburhúsi á Ísafirði

Í gær, 18:58 Slökkvilið Ísafjarðarbæjar var kallað út um kl. 18 eftir að eldur kom upp í timburhúsi við Tangagötu. Tíðindamaður mbl.is sagði nokkuð mikinn eld hafa verið í húsinu aftanverðu. Meira »

Reykræstu Gunnar Þórðarson

Í gær, 18:25 Slökkviliðið í Vesturbyggð var kallað út um kl. 8 í morgun, eftir að tilkynning barst til Neyðarlínu um að mikill reykur stigi upp úr Gunnari Þórðarsyni, vinnuskipi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, sem lá við bryggju á Bíldudal. Enginn eldur reyndist um borð, en mikill reykur. Meira »

Eineltismenning frá örófi alda

Í gær, 17:00 Skemmtisögur af jaðarsettu og sérkennilegu fólki nutu vinsælda á Íslandi á fyrri öldum. Tilgáta Marínar Árnadóttur, er að ákveðin „eineltismenning“ eða „menning ofbeldis“ hafi þrifist á Íslandi í fyrri tíð. Meira »

Skipin greiði ígildi gistináttagjalds

Í gær, 16:40 Farþegarnir 450.000 sem komu með skemmtiferðaskipum til landsins í fyrra greiddu ekki virðisauka eða gistináttaskatt. Verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar vill sjá breytingu þar á. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...