Óheimilt að kosta þætti tengda Eurovision

Samkvæmt lögum um RÚV er því heimilt að kosta og …
Samkvæmt lögum um RÚV er því heimilt að kosta og rjúfa með auglýsingum íburðarmikla dagskrárliði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisútvarpinu var óheimilt að kosta þættina Alla leið og #12 stig, samkvæmt tveimur úrskurðum fjölmiðlanefndar, en kvartanir vegna kostana bárust annars vegar frá Hringbraut vegna kostunar þáttanna Alla leið og hins vegar frá Símanum vegna rofs á þættinum #12stig 23. febrúar 2019.

Samkvæmt lögum um RÚV er því heimilt að kosta og rjúfa með auglýsingum íburðarmikla dagskrárliði og fellst fjölmiðlanefnd á að Söngvakeppni sjónvarpsins og Eurovision teljist til slíkra dagskrárliða, en fellst ekki á, líkt og fram kom í málsvörn RÚV, að hið sama eigi við um afleidda dagskrá, líkt og þættina Alla leið og #12stig.

Fjölmiðlanefnd er heimilt að leggja stjórnvaldssektir á Ríkisútvarpið vegna brota á ákvæðum laga, en í báðum úrskurðum fellur nefndin frá sektarákvörðun á grundvelli réttmætrar væntingar Ríkisútvarpsins og fyrri samskiptum þess við nefndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert