Salvör Nordal vill hitta ráðherra

Salvör Nordal, umboðsmaður barna
Salvör Nordal, umboðsmaður barna mbl.is/Hari

Umboðsmaður barna vill að ráðuneyti og Útlendingastofnun kanni hvort taka ætti til skoðunar meðferð á málum flóttamanna með hliðsjón af samningum Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.

Umboðsmaðurinn, Salvör Nordal, vill fá fund með dómsmálaráðherra „hið fyrsta.“ Þar vill Salvör fara yfir mál barna sem senda á aftur til Grikklands þar sem fjölskyldum þeirra hefur verið veitt alþjóðleg vernd. Hún nefnir að árið 2010 hafi slíkum brottvísunum til Grikklands verið hætt, þar sem aðstæður í gríska hælisleitendakerfinu hafi verið hætt.

Brottvísunum var þó ekki hætt í tilfelli þeirra sem þegar höfðu fengið hæli á Grikklandi, eins og segir hér á vef UNICEF. Þannig eru þeir sem eru með vernd í Grikklandi sendir þangað aftur héðan frá Íslandi vegna þess að út frá því er áætlað að þeim sé óhætt að vera þar. Ef þeir eru hvergi með vernd njóta þeir því í þeim skilningi betri stöðu hér á landi, að þeir eru hið minnsta ekki sendir til Grikklands, þar sem komið hefur fram að aðstæður fyrir hælisleitendur eru mjög slæmar, aðeins rúmur helmingur barna gengur í skóla og fólk býr í tjöldum eða á götunni.

Salvör barna óskar eftir því, í bréfi sem hún sendir dómsmálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, að farið verði „yfir forsendur þeirrar ákvörðunar að halda áfram endursendingum fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í  Grikklandi og þær upplýsingar sem ráðuneytið og Útlendingastofnun búa yfir um aðstæður barna og fjölskyldna sem hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi.“

Tilefni bréfsins er að vonum mikil umræða sem farið hefur fram undanfarið, einkum um málefni tveggja flóttamannafjölskyldna sem búsettar hafa verið hér á landi um hríð, telja sig hafa fest hér rætur, en eru með vernd í Grikklandi og verða því sendar þangað aftur. Þrátt fyrir að þær telji öryggi sínu ógnað þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert