Síðasti möguleiki til að vinna sæti í landsliðinu

Íslansdmót í hestaíþróttum stendur nú yfir í Víðidal í Fák.
Íslansdmót í hestaíþróttum stendur nú yfir í Víðidal í Fák. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmótið í hestaíþróttum sem nú stendur yfir á félagssvæði Fáks í Víðidal er þriðja og síðasta mótið sem knapar geta sýnt sig og sannað fyrir landsliðsþjálfurum sem eru að velja landslið Íslands fyrir Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í Berlín í ágúst. Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari og þjálfarar annarra liða sitja í brekkunni og fylgjast með frammistöðu þátttakenda.

Íslandsmótið er eitt stærsta hestamót ársins enda er móti í barna- og unglingaflokkum slegið saman við Íslandsmót fullorðinna og ungmenna. Þórdís Anna Gylfadóttir mótsstjóri segir að rúmlega 700 skráningar séu í mótið. Menn geta skráð sig í fleiri en eina grein og áætlar hún að um 400 knapar taki þátt með um 500 hesta.

1.000 vinnustundir sjálfboðaliða

Mótið hófst í fyrradag og lýkur á sunnudag. Dagskráin er frá morgni til kvölds. Þessa dagana er forkeppni í ýmsum keppnisgreinum og kappreiðar og fleira á kvöldin. B-úrslit verða á laugardag og aðaldagur mótsins er á sunnudag þegar keppt er til úrslita í öllum flokkum.

Framkvæmd slíks móts kostar mikla vinnu. Þórdís Anna segir að unnar séu 1.000 klukkustundir í sjálfboðavinnu, fyrir utan dómara og fleiri starfsmenn sem eru á launum og fyrir utan undirbúningsvinnuna. Hún segir að vel hafi gengið að manna allar stöður og þakkar það því að sex félög á suðvesturhorni landsins standa saman að mótshaldinu. Mikill mannauður sé í þessum félögum og margir tilbúnir að hjálpa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert