Lava Cheese vill flóttamenn í vinnu

Jósep Birgir Þórhallsson og Guðmundur Páll Líndal.
Jósep Birgir Þórhallsson og Guðmundur Páll Líndal.

Matvælasprotinn Lava Cheese, sem framleiðir snakk úr bráðnum og storknuðum osti, hefur lokið við 100 milljóna króna fjármögnun.

Féð ætlar fyrirtækið að nota til að sækja fram með vörur sínar í Skandinavíu, en félagið er nú þegar með skrifstofu í Svíþjóð auk skrifstofunnar hér á landi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segir Guðmundur Páll Líndal, sem stofnaði Lava Cheese ásamt Jósep Birgi Þórhallssyni, að framleiðsla snakksins fari fram í Grafarvogi og eftirspurnin sé mikil. Um framleiðsluna sjá þrír flóttamenn frá Írak, Sýrlandi og Afganistan. Guðmundur segir að það sé stefna fyrirtækisins að ráða eingöngu flóttamenn í vinnu. Þeir séu góðir starfskraftar sem vilji vinna. Í Gotlandi í Svíþjóð, þar sem framleiðslan fyrir sænska markaðinn fer fram, sé hins vegar minna um flóttamenn og erfiðara að halda stefnunni til streitu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert