Undurfagur og sögufrægur félagsskapur

Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Vatnajökulsþjóðgarður ...
Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Vatnajökulsþjóðgarður komst í dag á heimsminjaskrá Unesco em er talin mesta gæðavottun sem náttúrursvæði getur hlotnast á heimsvísu. mbl.is/RAX

Vatna­jök­ulsþjóðgarður varð í dag þriðja náttúrusvæðið á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá Unesco. Skrá­in tel­ur yfir 1.000 staði um all­an heim en staðir á list­an­um njóta vernd­ar sam­kvæmt alþjóðasamn­ing­um. Surtsey er skráð sem einstakur staður í jarðfræði og Þingvellir í flokki menningarminja. 

Vatnajökulsþjóðgarður var í hópi 35 tilnefninga sem farið var yfir á heimsminjaráðstefnu Unesco í Bakú í Aserbaídsjan í dag. Þjóðgarðurinn fellur undir náttúrusvæði, ekki síst vegna samspils eldvirkni og jökla sem og loftslags og jökulíss. 

Alls voru fimm tilnefningar samþykktar á ráðstefnunni í dag og óhætt er að segja að Vatnajökulsþjóðgarður hafi aldrei verið í jafn fögrum og sögufrægum félagsskap. Hér að neðan má sjá stutta samantekt á þeim fjórum svæðum sem voru tekin inn á heimminjaskrá Unesco í dag, auk Vatnajökulsþjóðgarðs.  

Babýlon, Írak: 

Fornaldarborgin í Mesópótamíu, Babýlon, komst loks á heimsminjaskrá í dag en stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæplega 40 ár að borgin, sem er um fjögur þúsund ára gömul, hljóti þessa viðurkenndu gæðavottun. Borgin er þekkt fyrir svokallaða Hengigarða, sem voru eitt af sjö undr­um ver­ald­ar til forn­ald­ar.

Leifar af borginni má enn sjá í borginni Al Hilla í Babil-fylki, um það bil 80 kílómetrum frá Bagdad. Babýlon hefur þó þurft að finna fyrir því á síðustu árum, fyrst sökum byggingaframkvæmda á höll í valdatíð Saddam Hussein og síðar vegna veru bandaríska hersins í borginni. 

Stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæp 40 ...
Stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæp 40 ára að Babýlon komist á heimsminjaskrá Unesco. Það tókst í dag. AFP

Eyjaklasar í suður-Indlandshafi: 

Kerguelen-eyjar, Crozet-eyjaklasinn, Saint-Paul og Amsterdam-eyjaklasinn ásamt 60 suðurskautseyjum sem eru undir yfirráðum Frakka voru teknar inn á heimsminjaskrána og falla undir náttúrusvæði, líkt og Vatnajökulsþjóðgarður. Eyjarnar telja alls yfir 67 milljón hektara og þar er að finna heimkynni fjölda fugla og sjávardýra. Hvergi í heiminum búa til að mynda fleiri kóngamörgæsir og gulnefja albatrosar. 

Hvergi í heiminum eru fleiri kóngamörgæsir en í Crozet-eyjaklasanum í ...
Hvergi í heiminum eru fleiri kóngamörgæsir en í Crozet-eyjaklasanum í suður-Indlandshafi. AFP

Paraty og Ihla Grande, Brasilía: 

Strandbærinn Paraty og eyjan Ihla Grande eru staðsettar mitt á milli Atlantshafsins og fjallaþjóðgarðsins Serra da Bocaina og fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru og menningarminja. Paraty er heimkynni fjölda dýrategunda, þar á meðal nokkurra í útrýmingarhættu, til dæmis jagúars, pekkarísvíns og köngulóarapa. Á 17. öld var Paraty endapunktur Caminho do Ouro-siglingaleiðarinnar, eða gullnu leiðarinnar, þar sem gull var flutt til Evrópu í gegnum siglingaleiðina.  

Strandbærinn Paraty fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru ...
Strandbærinn Paraty fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru og menningarminja. Ljósmynd/Twitter

Fornar járn- og málmvinnslusvæði, Búrkína Fasó: 

Svæðið samanstendur af fimm járn- og málmvinnslusvæðum sem staðsett eru víðs vegar í landinu. Á elsta svæðinu, Douroula, hófst málmvinnsla á 8. öld fyrir krist og er það elsta heimild um járnvinnslu í heiminum. 

Forn málm- og járvinnslusvæði í Búrkína Fasó voru tekin inn ...
Forn málm- og járvinnslusvæði í Búrkína Fasó voru tekin inn á heiminjaskrá Unesco á ráðstefnu samtakanna í dag. Ljósmynd/Unesco
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hófst af sjálfum sér til auðs og umsvifa

Í gær, 23:34 Danir syrgja nú litríkasta og vinsælasta kaupsýslumann sinn, Lars Larsen. Hann lést á heimili sínu í Silkeborg á Jótlandi á mánudaginn, 71 árs gamall eftir að hafa barist við krabbamein um nokkurt skeið. Meira »

Fagmaður með úr og liti fram í fingurgóma

Í gær, 22:49 Þegar Garðar Ólafsson hafði starfað sem úrsmiður í um hálfa öld og hætti með samnefnda verslun sín á Lækjartorgi, þar sem hann hóf eigin rekstur 1956, tók hann upp penslana af alvöru og hefur einbeitt sér að málverkinu undanfarin 16 ár. Meira »

Þriðja skriðan á 10 árum

Í gær, 22:28 Áætlað rúmmál skriðunnar sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun eru 25.000 rúmmetrar, en skriðan er sú þriðja sem fellur í fjöruna á 10 árum. Meira »

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:48 Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla við gatnamót Lyngáss og Lækjarfits í Garðabæ upp úr klukkan 21 í kvöld. Meira »

Tvö tonn á tveimur tímum

Í gær, 21:47 Sundhópurinn Marglytturnar, Blái herinn og hópur sjálfboðaliða, alls um sextíu manns, tíndu upp um tvö tonn af rusli í Mölvík við Grindavík í kvöld. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í hreinsuninni og stóð hann sig gríðarlega vel að sögn skipuleggjanda. Meira »

Málið „fullskoðað og fullrætt“

Í gær, 21:32 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur flokkinn ekki standa frammi fyrir klofningi vegna þriðja orkupakkans þrátt fyrir að málið sé umdeilt í stórum og breiðum flokki. Þar takist ólík sjónarmið á, en flokkurinn þoli vel umræður og átök. Meira »

Styrkja tengslin við Grænland

Í gær, 20:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Ane Lone Bagger sem fer með utanríkismál í grænlensku landsstjórninni. Meira »

Allrahanda tapaði hálfum milljarði

Í gær, 20:22 Ferðaþjónustufyrirtækið Allrahanda GL, sem rekur Gray Line og Airport Express, tapaði 517 milljónum króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Tapið rúmlega tvöfaldaðist frá fyrra ári, er það var 195 milljónir króna. Meira »

Nýr dómsmálaráðherra í september

Í gær, 20:14 Til stendur að tilkynna um nýjan dómsmálaráðherra áður en þing hefst í september, en boðað hefur verið til ríkisráðsfund 6. september og segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mögulegt að „formlegheitin“ verði kláruð á fundinum. Meira »

Bílarnir komust ekki úr Herjólfi

Í gær, 19:59 Bilun varð í dag í stýringu á hlera nýja Herjólfs sem opnar fyrir bílana um borð í skipinu. Skipinu var snúið við og reynt að koma bílunum út öfugu megin í höfninni í Eyjum. Reynt var að bakka þeim út eða snúa þeim við í bíladekkinu. Vegna bilunarinnar verður gamli Herjólfur notaður í staðinn. Meira »

Bergið opnar dyr sínar á Suðurgötu

Í gær, 19:25 „Við erum byrjuð að opna dyrnar, við erum búin að opna símann og opna vefspjallið en formlega opnunin okkar er á Menningarnótt og mánudaginn þar á eftir, 26. ágúst,“ segir Sigurþóra Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace, í samtali við mbl.is. Meira »

Enginn vilji til að fara milliveg

Í gær, 19:09 Hjón sem höfðuðu dómsmál gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni náðu ekki samkomulagi við félagið í dag um að fá íbúð sína í Árskógum afhenta. Meira »

Íslendingur með 3. vinning í Víkingalottó

Í gær, 18:41 Heppinn Íslendingur hlaut 3. vinning í Víkingalottó í kvöld og fékk rúmlega 1,2 milljónir í sinn hlut. Miðann keypti hann í Bjarnarbúð í Biskupstungum. Meira »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

Í gær, 18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

Í gær, 17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

Í gær, 17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

Í gær, 16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

Í gær, 16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

Í gær, 16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...