Undurfagur og sögufrægur félagsskapur

Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Vatnajökulsþjóðgarður …
Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Vatnajökulsþjóðgarður komst í dag á heimsminjaskrá Unesco em er talin mesta gæðavottun sem náttúrursvæði getur hlotnast á heimsvísu. mbl.is/RAX

Vatna­jök­ulsþjóðgarður varð í dag þriðja náttúrusvæðið á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá Unesco. Skrá­in tel­ur yfir 1.000 staði um all­an heim en staðir á list­an­um njóta vernd­ar sam­kvæmt alþjóðasamn­ing­um. Surtsey er skráð sem einstakur staður í jarðfræði og Þingvellir í flokki menningarminja. 

Vatnajökulsþjóðgarður var í hópi 35 tilnefninga sem farið var yfir á heimsminjaráðstefnu Unesco í Bakú í Aserbaídsjan í dag. Þjóðgarðurinn fellur undir náttúrusvæði, ekki síst vegna samspils eldvirkni og jökla sem og loftslags og jökulíss. 

Alls voru fimm tilnefningar samþykktar á ráðstefnunni í dag og óhætt er að segja að Vatnajökulsþjóðgarður hafi aldrei verið í jafn fögrum og sögufrægum félagsskap. Hér að neðan má sjá stutta samantekt á þeim fjórum svæðum sem voru tekin inn á heimminjaskrá Unesco í dag, auk Vatnajökulsþjóðgarðs.  

Babýlon, Írak: 

Fornaldarborgin í Mesópótamíu, Babýlon, komst loks á heimsminjaskrá í dag en stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæplega 40 ár að borgin, sem er um fjögur þúsund ára gömul, hljóti þessa viðurkenndu gæðavottun. Borgin er þekkt fyrir svokallaða Hengigarða, sem voru eitt af sjö undr­um ver­ald­ar til forn­ald­ar.

Leifar af borginni má enn sjá í borginni Al Hilla í Babil-fylki, um það bil 80 kílómetrum frá Bagdad. Babýlon hefur þó þurft að finna fyrir því á síðustu árum, fyrst sökum byggingaframkvæmda á höll í valdatíð Saddam Hussein og síðar vegna veru bandaríska hersins í borginni. 

Stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæp 40 …
Stjórnvöld í Írak hafa barist fyrir því í tæp 40 ára að Babýlon komist á heimsminjaskrá Unesco. Það tókst í dag. AFP

Eyjaklasar í suður-Indlandshafi: 

Kerguelen-eyjar, Crozet-eyjaklasinn, Saint-Paul og Amsterdam-eyjaklasinn ásamt 60 suðurskautseyjum sem eru undir yfirráðum Frakka voru teknar inn á heimsminjaskrána og falla undir náttúrusvæði, líkt og Vatnajökulsþjóðgarður. Eyjarnar telja alls yfir 67 milljón hektara og þar er að finna heimkynni fjölda fugla og sjávardýra. Hvergi í heiminum búa til að mynda fleiri kóngamörgæsir og gulnefja albatrosar. 

Hvergi í heiminum eru fleiri kóngamörgæsir en í Crozet-eyjaklasanum í …
Hvergi í heiminum eru fleiri kóngamörgæsir en í Crozet-eyjaklasanum í suður-Indlandshafi. AFP

Paraty og Ihla Grande, Brasilía: 

Strandbærinn Paraty og eyjan Ihla Grande eru staðsettar mitt á milli Atlantshafsins og fjallaþjóðgarðsins Serra da Bocaina og fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru og menningarminja. Paraty er heimkynni fjölda dýrategunda, þar á meðal nokkurra í útrýmingarhættu, til dæmis jagúars, pekkarísvíns og köngulóarapa. Á 17. öld var Paraty endapunktur Caminho do Ouro-siglingaleiðarinnar, eða gullnu leiðarinnar, þar sem gull var flutt til Evrópu í gegnum siglingaleiðina.  

Strandbærinn Paraty fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru …
Strandbærinn Paraty fær viðurkenningu á heimminjaskrá bæði vegna einstakrar náttúru og menningarminja. Ljósmynd/Twitter

Fornar járn- og málmvinnslusvæði, Búrkína Fasó: 

Svæðið samanstendur af fimm járn- og málmvinnslusvæðum sem staðsett eru víðs vegar í landinu. Á elsta svæðinu, Douroula, hófst málmvinnsla á 8. öld fyrir krist og er það elsta heimild um járnvinnslu í heiminum. 

Forn málm- og járvinnslusvæði í Búrkína Fasó voru tekin inn …
Forn málm- og járvinnslusvæði í Búrkína Fasó voru tekin inn á heiminjaskrá Unesco á ráðstefnu samtakanna í dag. Ljósmynd/Unesco
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert