Mannekla ástæða lokananna

Páll Matthíasson.
Páll Matthíasson. mbl.is/Golli

Mönnunarvandi er ástæðan fyrir því að 15 af 31 rúmi á geðdeild Landspítala (LSH) númer 33A verður lokað og munu standa lokuð næstu fjórar vikurnar. Fjárskortur á deildinni er ekki ástæðan.

Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri LSH, í samtali við Morgunblaðið um sumarlokanir á ofannefndri geðdeild LSH sem fjallað var um í Morgunblaðinu í gær.

Mönnunarmálin batna ekki

„Þetta er eitthvað sem hefur verið gert á hverju ári í að minnsta kosti áratug. Ástæðan er mönnunarvandi, einkum vegna hjúkrunarfræðinga. Það er málið. Þetta er klínísk þjónusta sem við viljum hlúa að og efla og fjárskortur spilar þar ekki inn í með beinum hætti,“ segir Páll.

Hann segir það ekki vera ný tíðindi að vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og segir: „Mönnunarmálin hafa því miður ekki verið að batna. Mönnunarvandi vegna hjúkrunarfræðinga er mjög víða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »