TF-GRÓ komin til landsins

TF-GRÓ er nýjasta vél gæslunnar.
TF-GRÓ er nýjasta vél gæslunnar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

TF-GRÓ, seinni þyrlan af tveimur í bráðaendurnýjun á flota Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag.

TF-GRÓ er komin til landsins.
TF-GRÓ er komin til landsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrlan er af gerðinni Super Puma, árgerð 2010, og leysir af hólmi vélina TF-SÝN. Landhelgisgæslan leigir vélina af norska fyrirtækinu Ugland Holding, rétt eins og forvera hennar. Fyrri þyrlan, TF-EIR, kom til landsins í mars og sagði Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri gæslunnar, í samtali við mbl.is af því tilefni að vélarnar væru mun öflugri en forverar þeirra og ættu að auka öryggi og getu gæslunnar til að sinna þeim verkefnum sem upp koma. Sigurður flaug jómfrúarferð ferðarinnar, á Íslandi í það minnsta, í dag.

Landhelgisgæslan hefur nú yfir þremur þyrlum að ráða, en auk Eirar og Gróar er þyrlan TF-LÍF sem kom hingað til lands árið 1995 en hún er í eigu Landhelgisgæslunnar.

TF-GRÓ.
TF-GRÓ. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert