Efling hafnaði að ljúka málinu

Frá dreifingarstöð Eldum rétt á Nýbýlavegi í Kópavogi.
Frá dreifingarstöð Eldum rétt á Nýbýlavegi í Kópavogi. mbl.is/Hari

Engin gögn liggja því til grundvallar að starfsmenn sem unnu hjá Eldum rétt hafi verið látnir sæta ósæmilegri meðferð eða brotið gegn réttindum þeirra, eins og látið er liggja að í tilkynningu Eflingar.

Málið snýst um laun fjög­urra starfs­manna sem unnu hjá Eld­um rétt í gegn­um starfs­manna­leig­una Menn í vinnu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eldum rétt í kjölfar þess að Efling – stétt­ar­fé­lag greindi frá því í gær að fyrirtækið hefði hafnað sáttatilboði stéttarfélagsins á fundi á föstudagskvöld.

Í tilkynningu Eldum rétt segir hins vegar að Efling hafi hafnað öllum tillögum Eldum rétt til að ljúka málinu á fundinum og í tölvupósti til framkvæmdastjóra Eflingar sé samningsvilji ítrekaður. 

Á fundinum lagði Efling fram tilboð, sem fól í sér að Eldum rétt ætti að greiða kr. 4.404.295 vegna málsins. Af þeirri fjárhæð voru 3 milljónir kr. í miskabætur. Efling tók skýrt fram að engin önnur lausn væri til að ljúka málinu,“ kemur fram í tilkynningu Eldum rétt.

Fyrirtækið segir málið snúast um hvort starfsmannaleigunni hafi verið heimilt að draga frá launum mannanna kostnað vegna þjónustu og fyrirframgreidd laun. Endurgreiðsla á þeim fjárhæðum til mannanna feli í sér tvígreiðslur og ákvæði um keðjuábyrgð nái ekki til slíkra fjárkrafna. 

Þá kemur fram að starfsmennirnir hafi staðfest við Eldum rétt að þeirra hagir væru í lagi. Engin gögn liggi því til grundvallar að meðferð starfsmanna Eldum rétt hafi verið slæm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert