Fleiri gætu verið smitaðir af E. coli

Læknar Barnaspítalans fylgja börnunum vel eftir að sögn Viðars.
Læknar Barnaspítalans fylgja börnunum vel eftir að sögn Viðars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er enginn sem er svona veikur eins og þessi börn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hann staðfestir að grunur sé uppi um að fleiri séu smitaðir af E. coli-bakteríu sem valdið getur nýrnabilun og blóðleysi í alvarlegum tilfellum.

Fjögur börn hafa nú þegar greinst með alvarlega sýkingu af völdum bakteríunnar en tvö þeirra voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun. Annað barnanna var útskrifað síðastliðinn föstudag.

„Þetta er hættulegur sjúkdómur sem er verið að meðhöndla,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, læknir á Barnaspítala Hringsins í Morgunblaðinu í dag. „Flestir ná sér vel en það er ekki útilokað að nýrnastarfsemin geti verið eitthvað skert þegar frá líður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert