Hafa aðeins lítil áhrif

Á árunum 2014-2018 lagði lögreglan hald á um 65 kílógrömm …
Á árunum 2014-2018 lagði lögreglan hald á um 65 kílógrömm af kókaíni. Í maí lagði hún hald á 16 kílógrömm á einu bretti. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að fréttir af mönnum sem teknir voru með 16 kílógramma skammt af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í maí, hafi aðeins lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn.

Fréttirnar telur hann vera eins konar „endurspeglun á ástandi“ hér á landi.

„Við höfum sögu af þessu hér heima. Við höfum fengið stór mál og höfum þá getað séð það hversu mikil áhrif þetta hafði á markaðinn í kjölfarið og það hefur í mesta lagi áhrif í mjög skamman tíma,“ segir Helgi. Segir hann að svo virðist sem fíkniefnainnflytjendur „hinkri“ í skamma stund eftir að stórar aðgerðir komast í hámæli. Telur hann mál af þessu tagi gefa vísbendingu um hversu mikil eftirspurn sé eftir fíkniefnum í samfélaginu.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn tekur undir með Helga og segir áhrif vegna lögregluaðgerða þar sem lagt er hald á mikið magn fíkniefna tímabundin og að ómögulegt sé að segja til um hversu lengi þau vari. „Við erum að fást við opinn markað, það er bara því miður þannig.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert