Mælir settur upp í sigkatli Mýrdalsjökuls

Mikið magn vatns hefur safnast saman í sigkötlum Mýrdalsjökuls undanfarnar …
Mikið magn vatns hefur safnast saman í sigkötlum Mýrdalsjökuls undanfarnar vikur og mælist rafleiðni í Múlakvísl há. mbl.is/Jónas Erlendsson

Enn er grannt fylgst með Múlakvísl þar sem von er á stærsta hlaupi í átta ár á næstu vikum eða dögum og hefur GPS-mæli verið komið fyrir við sigketil á Mýrdalsjökli til þess að fylgjast með hvort hann lækki.

Þetta staðfestir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Mikið magn vatns hefur safnast saman í sigkötlum Mýrdalsjökuls undanfarnar vikur og mælist rafleiðni í Múlakvísl nokkuð há. Staðan er óbreytt frá því í síðustu viku þegar Veðurstofa Íslands gaf út viðvörun vegna vaxandi líka á hlaupi í Múlakvísl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert