Stangast á við öll önnur kort

Hér má sjá mynd af korti Sigurgeirs Skúlasonar sem deilt …
Hér má sjá mynd af korti Sigurgeirs Skúlasonar sem deilt er um.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti hreppsnefndar Árneshrepps, segir að Drangavíkurkortið sem Sigurgeir Skúlason landfræðingur teiknaði að beiðni Sifjar Konráðsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra stangist á „við öll önnur kort af svæðinu“.

Fréttamiðilinn Bæjarins besta (BB) greindi frá því um helgina að kortið hefði verið gert að beiðni Sifjar. Samkvæmt frétt BB kemur þetta fram í bréfi sem Guðrún Anna Gunnarsdóttir, einn eigenda Drangavíkur, ritaði úrskurðarnefndumhverfis- og auðlindamála.

Guðrún stendur ekki að kærunni til úrskurðarnefndarinnar þar sem þess er krafist að framkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar verði stöðvaðar. Meirihluti landeigenda Drangavíkur hefur kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndarinnar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Guðrún Anna segi í bréfinu að kortið sem sýnir landamörk Drangavíkur og fylgir kærunni hafi Sigurgeir Skúlason dregið upp að beiðni Sifjar. Þar kemur líka fram að Sigurgeir hafi staðfest þetta og að hann hafi fyrst gert annan uppdrátt sem hafi verið hafnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert