Vilja örva borholu

Rannsóknir benda til að þarna sé hár hiti nálægt yfirborði …
Rannsóknir benda til að þarna sé hár hiti nálægt yfirborði en óvíst er hvort nýtanlegt vatn finnist. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Veitur ohf., dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, vilja örva lághita borholu á Norðurnesi, norðanverðu Geldinganesi, til vatnsframleiðslu. Það er hægt að gera með því að dæla vatni í borholuna undir þrýstingi svo hún framleiði meira vatn.

Veitur hafa auglýst eftir verktaka til að örva borholuna. Það er gert með pakkara, einskonar tappa sem settur er inn í borholuna í þeim tilgangi að stýra því hvert vatnið sem dælt er ofan í holuna fer.

Engar holur á Geldinganesi eru tengdar inn á hitaveitu Veitna, en ef örvun og borun heppnast stendur til að tengja þær inn á kerfið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert