Birgðu sig upp af fiski vegna Brexit

Sala á frosnum þorski til Bretlands gekk afar vel í …
Sala á frosnum þorski til Bretlands gekk afar vel í byrjun árs. mbl.is/Helgi Bjarnason

Friðleifur Friðleifsson, yfirmaður sölu frystra afurða hjá Iceland Seafood, segir mikla aukningu hafa verið í útflutningi á frosnum fiski til Bretlands fyrir flesta útflutningsaðila vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr ESB, eða Brexit.

„Margir dreifingaraðilar og jafnvel stórverslanir í Bretlandi keyptu mjög stíft inn í upphafi ársins. Menn voru rosalega hræddir við Brexit, sem átti að vera 31. mars. Þannig að menn birgðu sig upp og við nutum þess líka. Það var almenn hegðun innflytjenda að ná undir sig meiri fiski og þeir sem dreifa fiski og frönskum voru sterkastir,“ segir Friðleifur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta var mjög sérstakt í byrjun árs, vegna Brexit og vegna væntanlegs tollastríðs Ameríku og Kína. Þessar tvær ástæður ýttu á kaupendur að verða sér úti um meiri fisk. Við, allir birgjarnir í Norður-Atlantshafi; Íslendingar, Norðmenn, Færeyingar og Rússar, nutum þess að menn keyptu meira en oft áður.“

Norska Fiskeribladet sagði frá því fyrir helgi að útflutningur Norðmanna á frosnum þorski til Bretlands hefði aukist um 2.000 tonn, eða 61% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Norska blaðið segir það hafa ráðið miklu að stórverslanakeðjan ASDA skipti út íslenskum fiski fyrir norskan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »