Böndin berast að einum stað í Bláskógabyggð

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Tíu börn á aldrinum 5 mánaða til 12 ára hafa á undanförnum dögum verið greind með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar. Eiga börnin öll það sameiginlegt að hafa verið á ferðinni í Bláskógabyggð á síðustu vikum.

Tvö börn voru lögð inn á Barnaspítala Hringsins með nýrnabilun, annað hefur verið útskrifað og hitt er á batavegi.

Embætti landlæknis og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ráðgera að senda frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem mögulega verður upplýst um smitvaldinn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins berast böndin að einum fjölsóttum stað í sveitarfélaginu en yfirvöld hafa ekki viljað upplýsa um hvaða stað er að ræða fyrr en nánari niðurstöður og rannsóknir liggja fyrir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði við mbl.is í gær að tilkynning yrði send út í dag að loknum samráðsfundi. Taldi Þórólfur líklegast að smitið kæmi frá matvælum eða dýrum en búið er að taka sýni á nokkrum stöðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert