Ekki eitt lögreglumál á goslokahátíð

Gestir skemmtu sér fram á nótt en engar óeirðir bárust …
Gestir skemmtu sér fram á nótt en engar óeirðir bárust til eyrna lögreglu. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum sem haldin var hátíðleg nú um helgina 5.-7. júlí fór sögulega vel fram: engin lögreglumál komu upp. Það var sól og blíða, það var gott veður alla nóttina og gleðin var allsráðandi fram eftir nóttu, til fjögur eða fimm.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum ríkir ánægja með hve snurðulaust hátíðahöldin gengu fyrir sig. Ekki sé annað hægt en að vera ánægður þegar þessi fjöldi er í bænum og ekkert kemur upp. Það er ekki oft sem það gerist.

Goslokahátíðin fól í sér bæði götuhátið fyrir fjölskyldur að deginum til en síðar um kvöldin hófust skemmtanir sem stóðu fram á nótt.

Handan við hornið er þjóðhátíð í Eyjum og undirbúningur fyrir hana er í fullum gangi í samstarfi lögregluembættisins og þjóðhátíðarnefndar. Það er öllu umfangsmeiri viðburður en árleg goslokahátíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert