Þrýstingi beitt vegna Elliðaárdals

Svona gæti útsýnið verið frá Stekkjarbakka nái áform um gróðurhvelfingu …
Svona gæti útsýnið verið frá Stekkjarbakka nái áform um gróðurhvelfingu fram að ganga. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Ljóst er að nokkur hiti ríkir meðal fólks hvað varðar uppbyggingu í Elliðaárdal þar sem gróðurhvelfing, bílastæði og verslunarrými munu rísa. Hringt var í Halldór Pál Gíslason, formann Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, sl. sunnudag úr leyninúmeri og honum sagt að „hætta þessu helvítis bulli“, búið væri að samþykkja uppbyggingu við Stekkjarbakka af hálfu borgaryfirvalda og málið væri frágengið.

Þett staðfestir Halldór í Morgunblaðinu í dag. „Þetta var mjög skrítið símtal og eitthvað sem ég átti ekki von á í þessu ferli,“ sagði Halldór um símtalið. Hringjandinn kynnti sig ekki en spurði hvort Halldór væri ekki formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins.

Samtökin hafa lýst því yfir að nú hefjist þau handa við að kæra samþykkt borgaryfirvalda á uppbyggingu í Elliðaárdal til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deiliskipulag á þróunarreitnum Stekkjarbakka Þ73, sem felur í sér uppbyggingu á 43 þúsund fermetra svæði í Elliðaárdal, var samþykkt á borgarráðsfundi sl. fimmtudag.

Hollvinasamtökin telja málsmeðferð borgaryfirvalda á þessu deiliskipulagi gefa tilefni til þess að málið verði kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Við þurfum að fara yfir þetta með skipulagslögfræðingi og þegar það er búið þá kærum við þetta til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Að því búnu förum við í að klára þetta mál og knýja fram íbúakosningu,“ segir Halldór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert