Funda um breikkun Vesturlandsvegar

Fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes mun líklega frestast vegna kröfu …
Fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes mun líklega frestast vegna kröfu um umhverfismat. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar Vegagerðarinnar munu funda í dag með Skipulagsstofnun vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að fyrirhuguð breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes fari í umhverfismat.

„Það var ekki okkar mat að þetta þyrfti að fara í umhverfismat. Þannig að við viljum átta okkur betur á ákvörðun stofnunarinnar,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.

Fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins 14. júní að Skipulagsstofnun hafi ákveðið að framkvæmdin ætti að fara í umhverfismat. Til stóð að framkvæmdir myndu hefjast í ár, en haft var eftir Guðna Ársæli Indriðasyni, formanni Íbúasamtaka Kjalarness, að ákvörðun stofnunarinnar gæti tafið framkvæmdina í heilt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert