Fyrstu káltegundirnar á markað

Nýjar íslenskar kartöflur eru komnar á markaðinn.
Nýjar íslenskar kartöflur eru komnar á markaðinn.

Nýjar íslenskar kartöflur eru komnar í flestar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru fyrstu káltegundirnar farnar að fást í búðum en fullt framboð verður þó ekki fyrr en síðar í mánuðinum.

Íslensku kartöflurnar sem Sölufélag garðyrkjumanna (SFG) selur fyrir bændur eru úr Hrunamannahreppi og Þykkvabæ. „Þær líta bara vel út en stærðirnar eru misjafnar enda kartöflurnar lítið flokkaðar,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs SFG.

Hann segir að kartöflurnar séu viðkvæmar og þoli illa geymslu og flutninga og því séu þær í takmökuðum mæli á landsbyggðinni. „Þær eru best geymdar í maga,“ segir hann.

Það bætist við magnið á nánast hverjum degi þannig að fljótlega ætti að vera unnt að fá nýjar íslenskar kartöflur alls staðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »