Hann heitir Sigríður Hlynur!

Sigríður Hlynur er bóndi á Öndólfsstöðum.Í morgun fékk hann póst …
Sigríður Hlynur er bóndi á Öndólfsstöðum.Í morgun fékk hann póst frá þjóðskrá þar sem honum var tilkynnt að hann héti þessu nafni nú þar. Heyskapurinn heldur áfram og Sigríður hirðir heyið sem Sigríður núna.

„Þetta er fullnaðarsigur. Ég heiti Sigríður Hlynur! Ég fékk tölvupóst í morgun. Þetta er komið í höfn,“ segir Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, fyrsti maðurinn sem fékk nafni sínu breytt í kjölfar nýrra laga um kynrænt sjálfræði.

Hann heitir þetta nú í þjóðskrá, en áður hét hann þar Sigurður Hlynur. Nú heitir hann í höfuðið á ömmu sinni, Sigríði. Nýjar reglur kveða ekki á um að breytta kynskráningu þurfi til, til að fá að breyta nafninu. Öllum virðist frjálst að gera það, þó að breytingarnar hafi verið gerðar með kynsegin fólk í huga.

„Það er ekkert annað hægt en að vera hæstánægður,“ segir Sigríður við mbl.is. „Ég fékk akkúrat það sem ég óskaði eftir, það tók smá tíma en góðir hlutir gerast hægt, er það ekki?“

„Þetta er sigur fyrir einstaklingsfrelsið,“ segir Sigríður og er þess fullviss að á komandi tímum muni margir leita réttar síns vegna breytinganna. Og fá að heita það sem þau heita. „Þessi lög eru auðvitað ekki sett fyrir mig heldur aðra hópa eins og transfólk og kynsegin fólk og mín breyting er hliðarverkun af þessu. Hitt er náttúrulega stærsta málið í þessu, að fjöldi manns fær nú að heita sínum nöfnum,“ segir hann.

Hann var á fullu í heyskap þegar mbl.is náði tali af honum og var móður að heyra í símann. „Nú heldur heyskapurinn áfram. Ég hirði heyið sem Sigríður,“ segir Sigríður, sem er reyndar alltaf kallaður Hlynur. Hver veit nema hann taki hitt nú upp í daglegu lífi eða til hátíðabrigða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert