Fjögur börn greindust með E.coli í dag

Fjögur börn hafa greinst með E.coli í dag.
Fjögur börn hafa greinst með E.coli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjögur börn til viðbótar greindust í dag með E. coli sýkingu eftir að niðurstöður bárust úr sýnum frá þeim. Þau munu fara í eftirlit á Barnaspítala hringsins. Þetta kemur fram á vefsíðu embættis landlæknis. Börnin eru á aldrinum 14 mánaða til 4 ára.

Alls hafa því 16 börn greinst með E.coli sýkingu.

Faraldsfræðilegar upplýsingar hjá þessum börnum liggja ekki fyrir á þessari stundu. Þriðjungur starfsmanna í Efstadal II voru einnig rannsakaðir í dag og greindist enginn með bakteríuna.

Á eftir að láta foreldra vita

„Við vitum ekki meir á þessari stundu. Engar meiri upplýsingar að hafa raun og veru um þessi tilfelli eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir í samtali við mbl.is. 

„Læknarnir sem senda þessi sýni þurfa að hafa samband við foreldrana og setja sig í samband við Barnaspítala hringsins og svo förum við yfir áhættuþætti og faraldsfræðilega þætti með þeim,“ bætti hann við.

Ekki er vitað hversu alvarlegar sýkingar er um að ræða en það mun líklega koma í ljós um leið og þau hafa verið rannsökuð á Barnaspítala hringsins.

Fréttin var uppfærð kl. 16:03.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert