Ákvörðunar um ákæru í Kaupþingsmáli að vænta

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka hf. og Kaupthing Bank Luxembourg S.A. vegna kaupa Lindsor Holding á skuldabréfum í Kaupþingi skömmu fyrir fall bankans árið 2008 er að ljúka. Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi rannsóknardómarans í Lúxemborg við Morgunblaðið.

Að sögn embættisins mun rannsóknardómarinn, Ernest Nilles, bráðlega skila málinu til ríkissaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra í málinu og þá gegn hverjum.

Rannsóknardómarar sjá um rannsókn sakamála í Lúxemborg og hafa þeir það hlutverk að leggja fyrir lögreglu hvernig rannsókn sé framkvæmd og hvað eigi að reyna að upplýsa. Rannsóknargögn eru síðan send aftur til dómarans frá lögreglu. Rannsóknardómarinn í Lindsor-málinu var meðal þriggja manna sem lögregluyfirvöld í Lúxemborg sendu til Íslands við lok árs 2016 til að yfirheyra Íslendinga í tengslum við málið.

Áratugar löng rannsókn á enda

Lindsor-málið hefur verið til rannsóknar hérlendis og erlendis í yfir áratug. Að sögn Ólafs Þór Haukssonar héraðssaksóknara var byrjað að skoða Lindsor-málið árið 2009 á Íslandi. Samskipti milli Fjármálaeftirlitsins á Íslandi og Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg, CSSF, „kveikir á málinu úti,“ að sögn Ólafs. Í ljósi reglna um tvöfalda refsingu var verkaskipting ákveðin á fundi milli landanna tveggja.

Kort/mbl.is

„Við tókum þann hluta sem var kallaður Marple-málið og fórum með það fyrir dóm og þeir tóku Lindsor-legginn vegna þess að ráðstafanir í því voru flestar gerðar úti í Lúxemborg,“ segir Ólafur.

Rannsókn málsins snýr að kaupum félagsins Lindsor Holding Corporation, sem er skráð á eyjunni Tortóla, einni af Bresku Jómfrúareyjum, á skuldabréfum Kaupþings með láni frá bankanum sjálfum en sama dag keypti Kaupthing í Lúxemborg skuldabréf af m.a. starfsmönnum bankans.

Lindsor fékk 171 milljónar evra peningamarkaðslán frá Kaupþingi þann 6. október 2008. Að mati Fjármálaeftirlitsins var Lindsor í reynd í eigu Kaupþings.

Þann sama dag, 6. október 2008, keypti Lindsor skuldabréf útgefin af Kaupþingi að upphæð 84 milljónir evra og 95,1 milljón dala ásamt skuldabréfum útgefnum af Kaupþingi í japönskum jenum og krónum á 15,2 milljónir evra. Kaupthing bank í Lúxemborg var seljandi skuldabréfanna en bankinn hafði keypt skuldabréf sama dag m.a. af fjórum starfsmönnum bankans og félaginu Marple Holdings S.A., sem var skráð á Skúla Þorvaldsson.

„Það er mat Fjármálaeftirlitsins að Lindsor hafi hugsanlega verið notað til að koma peningum frá Kaupþingi til tengdra aðila í þeim tilgangi að losa þá við skuldabréf útgefin af Kaupþingi, þar sem ljóst var að staða bankans var orðin grafalvarleg, ásamt því að halda Kaupthing Luxembourg rekstrarhæfu,“ segir í vísun Fjármálaeftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara frá árinu 2010, sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Rannsókn sérstaks saksóknara hér heima sneri að umboðssvikum, þar sem talið var að með þessum gerningi hefði bankanum verið stefnt í stórfellda hættu.

Þremur dögum eftir að Lindsor keypti skuldabréfin, 9. október 2008, tók íslenska ríkið yfir Kaupþing banka. Hinn 31. október kom lán Lindsor til greiðslu en félagið greiddi það ekki enda átti það nánast ekkert annað en nær verðlaus skuldabréf í Kaupþingi. Samkvæmt verðmati sóttu úr Kaupthing banka í Lúxemborg 17. desember 2008, var verðmæti eignasafns Lindsor búið að lækka um 94% á rúmum tveimur mánuðum.

Skjalafals skoðað í Lúxemborg

Skoðunarnefnd skilanefndar Kaupþings sendi árið 2009 ábendingu til sérstaks saksóknara vegna gruns um mögulega refsiábyrgð er varðaði skjalafals stjórnenda og starfsmanna Kaupþings í tengslum við kaupin á skuldabréfunum.

„Skoðunarnefnd skilanefndar vill benda Sérstökum saksóknara á hugsanlega refsiábyrgð stjórnenda bankans þar sem pappírar varðandi yfirtöku KB [Kaupþing] á Lindsor, ákvörðun eiganda Lindsor um að taka lán hjá KB EUR 171m og fleiri pappírarar virðast ekki undirritaðir fyrr en í desember 2008 af meðal annars Hreiðari Má Sigurðssyni, en hann hætti hjá bankanum 21. október 2008. Umræddir pappírar eru allir dagsettir 24. september 2008. Ekki hefur fundist samþykki lánanefndar KB fyrir umræddri lánveitingu,“ segir í bréfi skilanefndarinnar til sérstaks saksóknara. Í vísun Fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara segir að „í Lúxemborg snertir hugsanlegt skjalafals þá Magnús Guðmundsson [...] Eggert Hilmarsson [...] Doriane Rossignol [...] og Andra Sigurðsson“. Fjármálaeftirlitið vísaði nöfnum þeirra og aðild til Fjármálaeftirlitsins í Lúxemborg.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...