„Allt í hörðum hnút“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Hari

Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir deilu sambandsins við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga (SNS) vera í harðari hnút en sambærilegar deilur hafa verið í langan tíma. Segir hann SNS ekki vilja ræða lífeyrismál félagsmanna og að algjör pattstaða sé í kjaraviðræðum. 

Ein­ing-Iðja hót­aði í gær samn­inga­nefnd ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sögu­lega víðtæk­um verk­föll­um ef ekki verður fall­ist á ein­greiðslu upp á 105.000 krón­ur sem SNS hefur samið um að greiða félagsmönnum einstakra stéttarfélaga eða sambanda. SNS hefur neitað SGS um slíkar eingreiðslur þar sem SGS hafi vísað kjaraviðræðum til sáttasemjara. 

Þá samþykkti stjórn Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags álykt­un í gær þar sem skorað er á aðild­ar­fé­lög SGS að boða til verk­falla í haust standi SNS við ákvörðun sína.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-iðju, segir hvert og eitt félag innan SGS vera að ræða stöðuna og þeirra afstöðu til málsins. 

Segir hann ástandið tvísýnt og að svo verði líklegast áfram þar til næsti samningafundur í kjaraviðræðum SGS við SNS fari fram í lok sumars. 

„Það er nú ekki búið að boða verkföll því það er ekki búið að halda árangurslausan fund hjá sáttasemjara. Næsti fundur er núna 21. ágúst og það hlýtur að skýrast um það leyti hver staðan er, en eins og hún er núna hlýtur að vera mjög erfitt að ræða saman þarna í lok ágúst,“ segir Björn. 

Menn ekki tilbúnir að sætta sig við afarkosti

Aðspurður hvers vegna SNS vilji ekki greiða félagsmönnum SGS eingreiðslu á borð við það sem önnur stéttarfélög og sambönd fá, nefnir Björn tvær ástæður. 

„í fyrsta lagi bera þeir því við að við höfum vísað deilunni til sáttasemjara og í öðru lagi vilja þeir ekki ræða þessi lífeyrismál sem við höfum viljað ræða,“ segir Björn

„Aðrir viðsemjendur, BSRB [Bandalag starfsmanna ríkis og bæja] og BHM [Bandalag háskólamanna], sem eru að semja við sveitarfélögin, þeir eru búnir að ganga frá þessum málum varðandi lífeyrissjóði.

„Við eigum hins vegar eftir að ræða þessi lífeyrismál á meðan aðrir eru búnir að ganga frá þessu, svo við náttúrulega vísum þessu til sáttasemjara því menn vildu ekki ræða okkar kröfugerð um þessi lífeyrismál og svo nota þeir [SNS] það núna gegn okkur að við höfum vísað til sáttasemjara og setja það þá sem skilyrði að ef við ræðum ekki um lífeyrismálin þá getum við kannski fengið þetta [eingreiðsluna]. Menn eru ekki tilbúnir að sætta sig við það, einhverja afarkosti.“

Allt í hörðum hnút

Björn segir það úrræði að vísa slíkum deilum til sáttasemjara vera rétt SGS og að það sé afar slæmt að SNS skuli nota það gegn þeim í kjaraviðræðum. 

„Þeir [SNS] geta alveg haft sínar skoðanir á því og allt í lagi með það, en það náttúrulega er hægt að ræða þessi mál við okkur og að fólkið okkar, sem er lægst launaða fólkið hjá sveitarfélögunum, skuli sitja eftir á meðan aðrir eru að fá þessa greiðslu. Það á að reyna að kúga okkur til hlýðni af hálfu sveitarfélaganna, sem þeim mun ekki takast.

„Það er allt í mjög hörðum hnút í þessum samningaviðræðum SGS og sveitafélagana. En við erum bara saman í þessu,“ segir Björn.

Fram að næsta samningafundi í lok ágúst segist Björn ekki geta sagt til um það hvert framhaldið verður.

„Þangað til er algjör pattstaða og deilan er í harðari hnút en svona deilur hafa verið í mjög langan tíma. Það er alveg ljóst að ef ekkert lagast munu vera hér mjög hörð átök á vinnumarkaði og það mun koma niður á þeim sem síst skyldi því okkar fólk er að vinna í skólum og leikskólum, öldrunarþjónustu og við málefni fatlaðra. 

„Ef við þurfum að fara í verkfall kemur það náttúrulega niður á þjónustunni við þetta fólk þannig það mun hafa gríðarleg áhrif ef við þurfum að beita þessu verkfallsvopni. Við erum alltaf tilbúin til samninga en það þarf tvo til,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

„Gamli Herjólfur sinnir þessu alveg“

15:32 Lagfæringum á ekju- og landgöngubrúm fyrir nýja Herjólf er næstum lokið. Nú eru það hins vegar viðlegukantar í Vestmannaeyjahöfn sem setja strik í reikninginn. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki liggja á að taka skipið í notkun, enda afkasti gamli Herjólfur álíka miklu. Meira »

Bannar sæbjúgnaveiðar í Faxaflóa

15:28 Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur gert all­ar veiðar á sæ­bjúg­um óheim­il­ar frá og með deg­in­um í dag, á til­teknu svæði á Faxa­flóa. Þetta kem­ur fram í reglu­gerð ráðuneyt­is­ins, sem sögð er falla úr gildi 31. ág­úst næst­kom­andi. Meira »

Sækja slasaða konu á Fimmvörðuháls

15:16 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar konu á Fimmvörðuhálsi. Konan er slösuð á fæti og er stödd ofarlega á Fimmvörðuhálsi, miðja vegu milli Baldvinsskála og Fimmvörðuhálsskála. Meira »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Ekkert fæst frá Isavia fyrr en á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...