„Allt í hörðum hnút“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Hari

Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) segir deilu sambandsins við samninganefnd íslenskra sveitarfélaga (SNS) vera í harðari hnút en sambærilegar deilur hafa verið í langan tíma. Segir hann SNS ekki vilja ræða lífeyrismál félagsmanna og að algjör pattstaða sé í kjaraviðræðum. 

Ein­ing-Iðja hót­aði í gær samn­inga­nefnd ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sögu­lega víðtæk­um verk­föll­um ef ekki verður fall­ist á ein­greiðslu upp á 105.000 krón­ur sem SNS hefur samið um að greiða félagsmönnum einstakra stéttarfélaga eða sambanda. SNS hefur neitað SGS um slíkar eingreiðslur þar sem SGS hafi vísað kjaraviðræðum til sáttasemjara. 

Þá samþykkti stjórn Fram­sýn­ar stétt­ar­fé­lags álykt­un í gær þar sem skorað er á aðild­ar­fé­lög SGS að boða til verk­falla í haust standi SNS við ákvörðun sína.

Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-iðju, segir hvert og eitt félag innan SGS vera að ræða stöðuna og þeirra afstöðu til málsins. 

Segir hann ástandið tvísýnt og að svo verði líklegast áfram þar til næsti samningafundur í kjaraviðræðum SGS við SNS fari fram í lok sumars. 

„Það er nú ekki búið að boða verkföll því það er ekki búið að halda árangurslausan fund hjá sáttasemjara. Næsti fundur er núna 21. ágúst og það hlýtur að skýrast um það leyti hver staðan er, en eins og hún er núna hlýtur að vera mjög erfitt að ræða saman þarna í lok ágúst,“ segir Björn. 

Menn ekki tilbúnir að sætta sig við afarkosti

Aðspurður hvers vegna SNS vilji ekki greiða félagsmönnum SGS eingreiðslu á borð við það sem önnur stéttarfélög og sambönd fá, nefnir Björn tvær ástæður. 

„í fyrsta lagi bera þeir því við að við höfum vísað deilunni til sáttasemjara og í öðru lagi vilja þeir ekki ræða þessi lífeyrismál sem við höfum viljað ræða,“ segir Björn

„Aðrir viðsemjendur, BSRB [Bandalag starfsmanna ríkis og bæja] og BHM [Bandalag háskólamanna], sem eru að semja við sveitarfélögin, þeir eru búnir að ganga frá þessum málum varðandi lífeyrissjóði.

„Við eigum hins vegar eftir að ræða þessi lífeyrismál á meðan aðrir eru búnir að ganga frá þessu, svo við náttúrulega vísum þessu til sáttasemjara því menn vildu ekki ræða okkar kröfugerð um þessi lífeyrismál og svo nota þeir [SNS] það núna gegn okkur að við höfum vísað til sáttasemjara og setja það þá sem skilyrði að ef við ræðum ekki um lífeyrismálin þá getum við kannski fengið þetta [eingreiðsluna]. Menn eru ekki tilbúnir að sætta sig við það, einhverja afarkosti.“

Allt í hörðum hnút

Björn segir það úrræði að vísa slíkum deilum til sáttasemjara vera rétt SGS og að það sé afar slæmt að SNS skuli nota það gegn þeim í kjaraviðræðum. 

„Þeir [SNS] geta alveg haft sínar skoðanir á því og allt í lagi með það, en það náttúrulega er hægt að ræða þessi mál við okkur og að fólkið okkar, sem er lægst launaða fólkið hjá sveitarfélögunum, skuli sitja eftir á meðan aðrir eru að fá þessa greiðslu. Það á að reyna að kúga okkur til hlýðni af hálfu sveitarfélaganna, sem þeim mun ekki takast.

„Það er allt í mjög hörðum hnút í þessum samningaviðræðum SGS og sveitafélagana. En við erum bara saman í þessu,“ segir Björn.

Fram að næsta samningafundi í lok ágúst segist Björn ekki geta sagt til um það hvert framhaldið verður.

„Þangað til er algjör pattstaða og deilan er í harðari hnút en svona deilur hafa verið í mjög langan tíma. Það er alveg ljóst að ef ekkert lagast munu vera hér mjög hörð átök á vinnumarkaði og það mun koma niður á þeim sem síst skyldi því okkar fólk er að vinna í skólum og leikskólum, öldrunarþjónustu og við málefni fatlaðra. 

„Ef við þurfum að fara í verkfall kemur það náttúrulega niður á þjónustunni við þetta fólk þannig það mun hafa gríðarleg áhrif ef við þurfum að beita þessu verkfallsvopni. Við erum alltaf tilbúin til samninga en það þarf tvo til,“ segir Björn.

mbl.is

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...
Flottur Hyundai Tucson Comfort 2018
Hyundai Tucson Comfort 2,0 dísel 4x4 ekinn aðeins 11 þ. Km. Hiti í stýri, afteng...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...