Banna umferð að Sauðleysuvatni út sumarið

Slóði að Sauðleysuvatni.
Slóði að Sauðleysuvatni. Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að banna umferð vélknúinna ökutækja um veginn að Sauðleysuvatni, innan Friðlands að Fjallabaki, um óákveðinn tíma. Fyrst lokaði stofnunin fyrir umferð um veginn 28. júní.

Í tilkynningu á vef stofnunarinnar segir að vegurinn hafi grafist niður í leysingum auk þess sem ekið hefur verið utan hans með tilheyrandi raski. Er veginum lokað til að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Umhverfisstofnun ætlar að endurmeta ráðstafanir á svæðinu eigi síðar en 1. október.

mbl.is