Bíða eftir betra færi

Engin slys á fólki þegar strandveiðibátur strandaði uppi í fjöru …
Engin slys á fólki þegar strandveiðibátur strandaði uppi í fjöru í Súgandafirði síðdegis í gær. Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson

Björgunarsveit á Suðureyri var kölluð út um hálffimmleytið í gær eftir að strandveiðibáturinn Hafdís ÍS sigldi í strand utarlega í Súgandafirði. Engin slys urðu á fólki og var björgunarbátur kominn á strandstað stuttu síðar.

Valur Sæþór Valgeirsson, björgunarsveitarmaður á Suðureyri, segir að báturinn sé vel skorðaður á strandstaðnum. Því hafi verið ákveðið að reyna ekki að draga hann af strandstað að sinni. Valur bætir við að stórt sker sé fyrir aftan bátinn, sem myndi líklega skemma hann meira ef reynt yrði að draga hann of snemma.

Gat kom á skrokk bátsins og þurfti því að koma dælum um borð í hann frá landi. Valur segir að gatið sé ekki stórt, en að stýrið hafi skaddast og þar leki inn í vélarrúmið. Því sé verið að vinna að því að þétta bátinn. „Við viljum ekki ana að neinu, heldur sætum færis,“ segir Valur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert